is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11589

Titill: 
  • Nafnlausar hetjur. Birtingarmyndir kyngervis í vestrum þá og nú
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að skoða birtingarmyndir vestrahetjunnar í spagettívestrum Sergio Leone og tveimur nútímakvikmyndum. Þær kvikmyndir sem teknar eru fyrir í þessari ritgerð eru: A Fistful of Dollars (1964), For a Few Dollars More (1965) og The Good, the Bad and the Ugly (1966) eftir Sergio Leone, Kill Bill vol. 1 (2003) og Kill Bill vol. 2 (2004) eftir Quentin Tarantino og Drive (2011) eftir Nicolas Winding Refn.
    Þessar kvikmyndir eru skoðaðar út frá greinafræði og þá meðal annars stuðst við skrif Will Wright og Rick Altman. Þróun vestrahetjunnar og þrautseigja eru þar í brennidepli og skoðað hvernig merkingarfræðileg og setningarfræðileg einkenni vestrans eru áberandi í þeim kvikmyndum 21. aldarinnar sem teknar eru fyrir og þær mátaðar við formgerðir Wrights um uppbyggingu vestrans í bók hans Sixguns and Society. Velt er upp spurningum um hvort að karlmannslíkaminn sé hlutgerður á sama hátt og kvenmannslíkaminn í þessum myndum. Grein Lauru Mulvey „Sjónræn nautn og frásagnarkvikmyndin“ er útgangspunkturinn í þeirri umfjöllun ásamt grein Steve Neale, „Masculinity as Spectacle“. Stigveldi karlmennskunnar er einnig umfjöllunarefni ritgerðarinnar og gerð er tilraun til þess að henda reiður á hvernig það birtist innan sögusviðs kvikmyndanna út frá skrifum R.W. Connell um karlmennskuhugmyndir.
    Blætisdýrkun ofbeldis er skoðuð út frá greinum Mulvey og Neale og gerð grein fyrir því hvort að birtingarmyndir ofbeldis í dollaraþríleiknum annars vegar og Drive og Kill Bill hins vegar geti að einhverju leyti varpað ljósi á breytt hlutverk kynjanna í samfélaginu og birtingarmyndir þeirra í kvikmyndum.
    Tengsl kvikmynda við ríkjandi samfélagshugmyndir eru skoðuð auk þess sem gerð er tilraun til að kortleggja þróun þeirra út frá því sem birtist okkur í kvikmyndunum. Þannig er velt upp spurningum um áhrif ríkjandi hugmynda á afþreyingarefni sérstaklega út frá hugmyndum um kyn og kyngervi og hvort að hægt sé að sjá afleiðingar kvennabaráttunnar endurspeglast í kvikmyndum.

Samþykkt: 
  • 10.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11589


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nafnlausar hetjur - Júlíana K. Jóhannsdóttir.pdf604.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna