ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Verkfræði- og náttúruvísindasvið>Rannsóknarverkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11592

Titill

Þróunarleg sérstaða íslenskra skógarþrasta, metin út frá hvatbera DNA

Skilað
Maí 2012
Útdrættir
  • Skógarþrestir skiptast í tvær undirtegundir Turdus iliacus iliacus og T. i. coburni. T. i. coburni er undirtegund sem verpir á Íslandi og stöku sinnum í Færeyjum. Íslenska undirtegundin hefur vetursetu á Írlandi, Skotlandi, Bretlandi, norður Frakklandi og á Íberíuskaga og er töluvert stærri, dekkri og hefur gulbrúnni grunnlit í andliti, á brjósti og undirstélþökum samanborið við T. i. iliacus sem er útbreidd á meginlandi Evrópu og allt austur að 165°A, nánar tiltekið Chukotka Autonomous Okrug í Rússlandi. Ég safnaði sýnum af fuglum sem veiddir voru í Skógræktinni í Fossvogi, einangraði DNA og bar það saman við áður birtar erlendar DNA raðir. Með strikamerkingu (e. barcoding) fann ég vísbendingar fyrir því að það sé lítil sem engin aðgreining í hvatbera DNA með því að athuga hluta af COI (cytochrome c oxidase subunit I) geninu sem bendir til þess að sú aðgreining sem við sjáum í svipfari fuglanna sé fremur nýleg í þrónunarfræðilegum skilningi. Þessi aðgreining gæti hafa verið drifin áfram af náttúrulegu vali eða hröðum tilviljunakenndum breytingum sem gætu hafa átt sér stað í litlum landnámsstofni skógarþrasta á Íslandi. Því er með vissu hægt að segja að þessi gögn styðji ekki kenningu um langan aðskilnað íslenskra skógarþrasta frá öðrum skógarþröstum á meginlandi Evrasíu.

  • en

    The Redwing is a bird in the thrush family Turdidae. It has two subspecies Turdus iliacus iliacus and T. i. coburni. T. i. coburni breeds in Iceland and the Faroe Islands and winters in Ireland, Scotland, northern France and in Iberia. It is darker overall, larger and has buffier underparts compared to T.i iliacus which breeds in Eurasia. Data collection took place in Skógrækt Fossvogar, Reykjavík Iceland. I looked at sequence variation of the mtDNA COI (cytochrome c oxidase subunit I) used for an international barcode survey, and compared them with previously published sequences of T. i. iliacus. My data reveals that the isolated Icelandic stock in Iceland lacks the support in mtDNA gene trees for avian subspecies. However, phenotypic variation can evolve rapidly so the separation of the subspecies has most likely happened recently and even after the last cold period of the last ice age. In conclusion, there is no support in my data for old separation of the two redwing subspecies, the Icelandic redwing and the redwing on the mainland Europe.

Samþykkt
10.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Þróunarleg sérstað... .pdf837KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna