is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11593

Titill: 
  • Krossgötur: nóvella
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Nóvellan Krossgötur fjallar um Selmu, 19 ára stelpu úr Biskupstungum sem býr í Reykjavík nútímans. Hún býr ein í lítilli stúdíóíbúð og vinnur í fatabúð á Laugaveginum. Yfirmaður hennar, fatahönnuðurinn Stella, er grunnhyggin snobbhæna sem virðist þó eiga sér grafalvarlegt leyndarmál. Gurrý móðursystir Selmu er indæl, en of upptekin af fyrrverandi eiginmanni sínum, rannsókarlögreglumanninum Sverri. Sverrir rannsakar nú hvarf tveggja stúlkna utan af landi á aldur við Selmu, en óttast er að þær hafi ekki horfið sjálfviljugar. Ragna, besta vinkona Selmu og borgarbarn í húð og hár, lætur það hins vegar ekki á sig fá og er dugleg að draga Selmu með sér í allskyns vitleysu. Kvöld eitt, í einu af ævintýrum þeirra, kynnist Selma Hólmari, dularfullum náunga á hennar aldri sem virðist vera allsstaðar. Tortryggin og forvitin ákveður Selma að kynnast honum betur, en þá fyrst fara raunverulegu ævintýrin að gerast.
    Verkið er í senn „young adult“ fantasíuskáldsaga og ritgerð til B.A.-prófs í ritlist við Háskóla Íslands. Verkið er óður til íslenskra þjóðsagna, þar sem velt er fram spurningunni, „Hvað ef álfar væru í alvörunni til?“ Í textanum geng ég út frá því að þjóðsögur okkar um álfa og huldufólk séu sannar, og færi þær inn í nútímasamfélag. Í textanum reyni ég einnig að varpa ljósi á það hvernig lifnaðarhættir nútímafólks kæfa þá dulúð sem til staðar hefur verið vil tilurð þjóðsagnanna sem skipa svo stóran sess í menningararfleið okkar. Innblásturinn fyrir þetta verk liggur einmitt í íslenskri menningararfleið blandaðri því umhverfi sem ég fann mig í við nám mitt í ritlist, ásamt því að vera undir áhrifum af borginni Reykjavík. Tæknilega hliðin er svo unnin eftir því sem sem ég hef lært innan veggja kennslustofa Háskóla Íslands. Persónur sögunnar og atburðarás eru ekki byggaðar á raunverulegum persónum og atburðum. Einungis staðsetningarnar í sögunni eiga sér stoð í raunveruleikanum.

Samþykkt: 
  • 10.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11593


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
final Thorgerdur Osp.pdf429.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna