ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11599

Titill

Þátttaka barna í barnaverndarmálum: Þróun út frá lagabreytingum og rannsóknum

Leiðbeinandi
Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Miklar breytingar hafa verið gerðar síðastliðin ár á stöðu barna í barnaverndarmálum. Þátttaka þeirra í eigin málum hefur aukist með alþjóðlegum samningum og breyttum viðhorfum til barna. Tilgangur þessarar heimildaritgerðar er að skoða hvernig lagaþróun hefur verið á Íslandi þegar kemur að rétti barna til þátttöku og hvernig hann birtist í barnaverndarstarfi, með því að varpa ljósi á rannsóknir og úrræði sem félagsráðgjafar notast við á því sviði. Þátttaka verður skoðuð út frá fræðilegu sjónarhorni, hvað hún felur í sér og hvað hindrar hana. Í ritgerðinni kemur í ljós að lagaþróun í þessum málaflokki hefur miðað að því að efla þátttöku barna allt frá því að fyrstu ákvæði um hana komu inn árið 1992. Að miklu leyti í átt að því að samræmast ákvæðum Barnasáttmálans enn frekar. Lagaþróun virðist ekki hafa skilað sér að fullu leyti í því hver þátttaka barna er í raun og veru. Börn taka almennt lítinn þátt í meðferð eigin mála hjá barnaverndarnefnd. Rannsóknir sýna fram á að þátttaka þeirra sé stundum í algeru lágmarki eða takmarkist við 12 ára börn og jafnvel eldri. Þessi laga- og réttindaþróun virðist hins vegar hafa skilað af sér góðum vinnuaðferðum í barnavernd sem stuðla að þátttöku barna þó að erfitt virðist hafa verið að innleiða sumar þeirra hér.

Samþykkt
10.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA- Þátttaka barna... .pdf842KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna