ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11607

Titill

Tíminn flýgur. Hugtakslíkingar um tímann í íslensku

Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Árið 1980 skrifuðu George Lakoff og Mark Johnson bókina Metaphors We Live by og kynntu þar til sögunnar hinar svokölluðu hugtakslíkingar. Þeir bentu á að líkingar eru mun algengari í tungumálinu en áður hafði verið haldið fram og gengu svo langt að segja að við hugsum einnig í þessum líkingum.
Í þessari ritgerð verður fjallað örstutt um þessar kenningar þeirra og ýmiss máldæmi úr íslensku skoðuð en einnig eru líkingarnar bornar saman við líkingar í öðrum tungumálum. Við sjáum hvernig hugtakslíkingar hjálpa okkur að skilja óhlutstæð fyrirbæri, eins og til dæmis ástina, með því að bera þau saman við hlutstæð fyrirbæri, til dæmis ferðalög. Þá verður einnig fjallað um líkingar í öðru en máli, t.d. í auglýsingum og arkitektúr.
Sérstök áhersla er lögð á hugtakslíkingar um tímann og þá sér í lagi hvernig þær birtast okkur í íslensku. Algengast er að líkja tímanum við hreyfingu en einnig má líkja honum við lokuð rými og peninga. Þá eru til dæmi þar sem tíminn er persónugerður. Ég gerði könnun á 10 einstaklingum og skoðaði hvernig þau nota hugtakslíkingarnar um tímann. Ég bað þá annars vegar að umorða setningar og hins vegar að dæma setningar og komst að því að Íslendingar hallast frekar að því að nota fasta frasa um tímann en geta þó skilið ýmsar óvenjulega útfærslur á hugtakslíkingunum.

Samþykkt
10.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Ritgerð.pdf680KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna