is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11620

Titill: 
  • Óvígð sambúð í guðfræðilegu ljósi. Guðfræðileg arfleifð og umhverfi óvígðrar sambúðar samtímans
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er kristin siðfræði óvígðrar sambúðar rannsökuð. Það hefur sýnt sig að víða hefur kristin kirkja átt erfitt með að fylgja þeirri þróun sem orðið hefur í hjúskapar og sambúðarmálum fólks. Spurningarnar sem leitað er svara við snúast um hver sé félags-og lögfræðileg staða óvígðrar sambúðar um þessar mundir, hver sé okkar kristna arfleifð í þessum efnum og hvað guðfræðin hafi fram að færa um óvígða sambúð. Er því velt upp hvort óvígð sambúð sé guðfræðilega réttlætanleg og sé svo hvað kirkjan geti þá gert til að hlúa að og styrkja fólk í óvígðri sambúð og börn þeirra. Til að svara þessum spurningum er leitað til félagsfræðinnar og lögfræðinnar auk guðfræðinnar. Félagsfræðilegar heimildir eru erlendar en lögfræðilegar heimildir eru fengnar úr íslensku lagaumhverfi.
    Í guðfræðilegum hluta ritgerðarinnar er rannsakað hvað guðfræðilegir siðfræðingar hafa að segja um óvígða sambúð. Efni þess hluta er sótt til bæði íslenskra og erlendra heimilda. Íslensku heimildirnar koma frá dr. Birni Björnssyni en hann skrifaði doktorsritgerð um íslensku trúlofunarfjölskylduna í ljósi kenningar Lúthers um ríkin tvö. Hann komst að þeirri niðurstöðu að trúlofunarfjölskyldan væri veraldlegt fyrirbæri og kirkjan hefði ekki lösögu yfir henni. Hins vegar léti Guð sig varða allt sem viðkæmi manninum til að velferð hans væri sem mest. Erlendar heimildir guðfræðinnar eru sóttar til Adrians Thatchers en hann vill víkka út viðmið hjónabandsins og hjónabandsskilning kirkjunnar og gera heitbindingu fyrir brúðkaupið að inngangi inn í hjónabandið og þannig hluta af því.
    Uppbygging ritgerðarinnar er í sex köflum. Í fyrsta kaflanum er fjallað um þá aukningu sem orðið hefur á óvígðum sambúðum á kostnað hjónabandsins í kristnum löndum og hvort óvígð sambúð ógni almennt hjónabandinu og því öryggi og festu sem það veiti. Í öðrum kaflanum er fjallað um íslenska löggjöf um óvígða sambúð. Þriðji kaflainn fjallar um sögu heitbindingar, festa og trúlofunar fyrir hjónaband. Fjórði og fimmti kafli fjalla um guðfræði óvígðrar sambúðar. Í sjötta og síðasta kaflanum niðurstaða dregin af rannsókninni.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokaritgerð til cand theol prófs í guðfræði en ekki meistaraprófsritgerð. Ekki er boðið upp á að setja inn lokaritgerð til cand theol prófs í valflokknum "safn" svo að meistaraprófsritgerð var valin til þess að koma ritgerðinni inn í Skemmuna.
    Netfang: eling@hi.is
Samþykkt: 
  • 10.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11620


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Óvígð-sambúð í guðfræðilegu-ljósi_ESG_Lokaverkef maí-2012.pdf729.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna