is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11622

Titill: 
  • Ljósið í glerinu. Trúarleg tákn í glerverkum Gerðar Helgadóttur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Gerður Helgadóttir var ein merkasta listakona okkar Íslendinga. Í þessari ritgerð verður fjallað um glerlist hennar í kirkjum og hvaða trúarleg tákn má finna í verkum hennar. Leitast verður við að útskýra hvernig Gerður nálgaðist þau verkefni sem hún vann fyrir kirkjur á Íslandi og í Þýskalandi. Uppruni Gerðar verður skoðaður og fjallað um það hvernig listferill hennar þróaðist. Árið 1945 innritaðist Gerður í Handíða- og myndlistaskólann á Íslandi og þaðan fer hún síðan að læra við Accademia di Belle Arti á Ítalíu um haustið 1947 þá 19 ára gömul. Þá opnuðust fyrir Gerði nýjir heimar með óteljandi möguleikum. Áhuginn fyrir glerlist kviknaði síðan er hún var í heimsókn hjá vinum á Ítalíu sumarið 1953 og var áhuginn slíkur að haustið eftir fór hún og lærði gerð steindra glugga hjá Jean Barillet í París.
    Litið verður á helstu áhrifavalda hennar í glerlistinni og nokkrum verkum lýst. Gerður hafði alla tíð gaman af því að skoða gamlar kirkjur og kirkjulist. Gerður notaðist mikið við trúarleg tákn í kirkjuverkum sínum og þá einna helst formföst tákn sem féllu vel að stíl hennar. Tekin verða fyrir trúarleg tákn almennt og síðan þau tákn sem Gerður notaðist mikið við í verkum sínum. Segja má að hún hafi byrjað undirbúning sinn fyrir kirkjuverkin þegar hún byrjaði að læra glerlistina en þá strax hóf hún að kynna sér allt sem viðkom kristni og las hún Biblíuna nokkrum sinnum.
    Hérlendis hafði hún mikil áhrif á gerð steindra glugga en má nefna að hún gerði fyrsta gluggann sem íslenskur listamaður vann í íslenskri kirkju. Á einungis tuttugu árum vann Gerður, í samstarfi við verkstæði Jean Barillet í París og Oidtman í Linnich í Þýskalandi, steinda glugga í sex kirkjur á Íslandi og sex í Þýskalandi. Hún beitti sjálfa sig mikilli hörku þegar kom að listinni og kom það oft niður á heilsufari hennar. Hún hélt sig ekki aðeins við eitt listform heldur skaraði hún fram úr á flestum sviðum listarinnar. Hún tók fyrir höggmyndalistina, skúlptúrlistina og glerlistina. Gerður var einnig góður listmálari og gerði framúrskarandi mósaíkmyndir eins og myndina á Tollstöðvarhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík. Gerður lést úr krabbameini langt um aldur fram á vordögum 1975 – aðeins 47 ára gömul.

Samþykkt: 
  • 10.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11622


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð.pdf2.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna