is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11632

Titill: 
  • Skyndibitinn sushi. Hvernig iðnbyltingin og auknar kröfur nútímasamfélagsins um hraða sköpuðu sushi nútímans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fyrstu heimildir um matarmenningu Japans ná allt aftur til 14000-300 fyrir Krist, Þar kemur fram að í Japan hafi verið ræktuð hrísgrjón og fiskur og dýr hafi verið veidd til matar. Einnig hafa fundist þar leirker frá því 1400 fyrir Krist sem eru einhver þau elstu sem varðveist hafa í heiminum. Í japönskum leirkerum frá um 400 fyrir Krist hafa fundist leifar af hrísgrjónakjörnum sem má rekja til Kína.
    Fyrstu heimildir í Japan um frumgerð sushi, sem kallast nare-sushi, eru frá 718 eftir Krist. Talið er að þessi frumgerð sushi eigi rætur að rekja til Kína eða Indónesíu.
    Allt frá 718 til 1700 voru framleiðsluaðferðir á sushi svo til óbreyttar. Á Tokugawa-tímabilinu sem einkenndist af friði þróaðist Japan mjög ört. Borgirnar Edo og Osaka uxu hratt og urðu að einskonar miðstöðvum verslunar í Japan. Borgarmyndun með nýjum stéttum, breyttri samfélagsgerð og iðnbyltingu leiddu til aukins hraða í samfélaginu.
    Á sama tíma varð fækkun í landbúnaði með minnkandi framleiðslu. Lagður var skattur á landbúnað, þar með talið hrísgrjónarækt, til að fæða ört vaxandi fjölda borgarbúa. Þessi þróun kallaði á bætta nýtingu matvæla og styttra framleiðsluferli. Fyrst í stað styttist ferlið við sushigerð úr nokkrum mánuðum í nokkrar vikur. Helsta breytingin var sú að hrísgrjónin voru ekki látin fullgerjast og því var hægt að neyta þeirra sem var nýbreyttni í sushigerð.
    Næsta stóra framfaraskref í framleiðslu sushi var þegar Matsumoto Yoshiichi bætti við hrísgrjónaediki í hrísgjónin sem stytti gerjunarferlið niður í sólarhring.
    Það var svo á fyrri hluta 19. aldar að maður að nafni Yohei Hanaya kom með þá bráðsnjöllu hugmynd að setja hráan ferskan fisk á hrísgrjónakodda með hrísgrjónaediki í. Kallaði hann þetta nigiri-sushi og bjó þar með til það sem þekkt er sem nútímasushi.
    Útbreiðsla nútímasushi hófst fyrir alvöru utan Japans árið 1972 með stofnum sushiveitingastaðar í New York. Í dag má réttilega kalla sushi sendiherra japanskrar matargerðar þar sem sushi staði er að finna í öllum stærstu þéttbýlisstöðum hins vestræna heims.

  • Útdráttur er á ensku

    The oldest sources of Japanese food culture can be traced as far back as 1400-300 BC and reveal that cultivation of rice and the hunting of fish and other animals for food was customary in Japan. Some of the worlds oldest pottery that has been preserved, dating all the way back to 1400 BC, was also discovered there. In Japanese pottery dating back to the fourth century BC evidence of rice kernels that can be traced to China have been discovered.
    The oldest Japanese sources relating to the ancestor of sushi, called nare-sushi, can be traced back to 718 AD. It is thought that this ancestral sushi has its roots in China or Indonesia.
    Between 718 and 1700 the preparation methods of sushi remained virtually unchanged. During the Tokugawa-period, which is well known for how peaceful and prosperous it was, Japan was evolving quickly. The cities of Edo and Osaka grew exponentially and became Japan’s centers of commerce. The formation of cities and the new classes, social structures and industrial revolutions that came with them led to an increas in the speed of society.
    At the same time there was a reduction of agriculture that led to decreased productivity. To feed the growing populations of the cities agriculture, including the cultivation of rice, was taxed. These developments called for improvements in the utilization of food products and shorter production processes. At first the sushi making process shortened from a few months to a few weeks. The biggest change was that the rice wasn’t allowed to fully ferment and as such it could be safely consumed unlike in older versions of sushi.
    Further progress was made in the art of sushi making came when Matsumoto Yoshiichi added rice vinegar to the rice, shortening the fermentation process down to twenty-four hours.
    During the first half of the nineteenth century a man named Yohei Hanaya had the brilliant idea of putting fresh raw fish on rice vinegar infused mounds of rice. He dubbed his creation nigiri-sushi and thus originated what is known as modern sushi.
    Outside of Japan the popularity of sushi started to gain momentum in 1972 following the opening of a sushi restaurant in New York City. Today sushi can truly be seen as the worldwide ambassador of Japanese cuisine since sushi restaurants can be found in all major urban areas in the western world.

Samþykkt: 
  • 10.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11632


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skyndibitinn Sushi.pdf353.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna