is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11633

Titill: 
  • Riddarar götunnar. Tengsl Philips Marlowe í Svefninum langa og Leðurblökumannsins í Myrka riddaranum snýr aftur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um tengsl glæpasögu Raymonds Chandler, Svefninn langi (1939, The Big Sleep) og myndasögu Franks Miller, Myrki riddarinn snýr aftur (1986, The Dark Knight Returns), nánar tiltekið um tengsl aðalpersóna verkanna, einkaspæjarans Philips Marlowe og Leðurblökumannsins. Þótt miðlarnir séu ólíkir og 47 ár hafi liðið á milli útgáfu verkanna eiga þau margt sameiginlegt, m.a. hvað varðar heimsmynd, myrkan tón og svo persónueinkenni aðalpersónanna. Í Myrka riddaranum snýr aftur gætir ýmissa áhrifa frá harðsoðnum reyfurum, þeirrar bókmenntagreinar sem Svefninn langi heyrir undir, og sagan markar ákveðið afturhvarf til árdaga Leðurblökumannsins þegar áhrifin frá harðsoðna reyfaranum voru hvað mest. Saga Millers var myrkari og grimmari en áður tíðkaðist með ofurhetjusögur og hún breytti ímynd Leðurblökumannsins, og ofurhetjunnar um leið, og stendur eftir sem ein af mikilvægari verkum myndusögumiðilsins.
    Í umfjölluninni um tengsl Leðurblökumannsins og Philips Marlowe er einkum litið til þriggja atriða: þess hvernig persónurnar standa fyrir utan hið hefðbundna samfélagsmynstur, siðferðisviðmiða þeirra og hvernig afstöðu þeirra til laga og reglna er háttað. Varðandi fyrstnefnda atriðið, þá eru Marlowe og Leðurblökumaðurinn báðir eins konar útlagar í samfélagi mannanna. Þeir eru einfarar og þeirra persónulega líf er afar fábrotið enda lifa þeir, svo að segja, fyrir „vinnuna“. Hvað annað atriðið varðar þá setja persónurnar sér báðar ákveðin siðferðisviðmið sem þær forðast að brjóta. Marlowe og Leðurblökumaðurinn eru breyskir menn og hika ekki við að fara í kringum lögin, en þeir halda þó dauðahaldi í þau siðferðisviðmið sem þeir hafa sett sér. Í umfjölluninni um þriðja atriðið er litið til þess hvernig persónurnar staðsetja sig utan ramma laga og reglna og hvernig afstöðu þeirra til yfirvalda er háttað. Að auki er fjallað um það hvaða augum þeir líta réttlæti og hvernig sú sýn skín í gegnum orð þeirra og æði.

Samþykkt: 
  • 10.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11633


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forsíða, titilsíða, ágrip.pdf100 kBOpinnForsíða, titilsíða, ágripPDFSkoða/Opna
Riddarar götunnar - lokaútgáfa.pdf2.93 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna