ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11638

Titill

Á bakvið hvern fanga er fjölskylda

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Í þessari ritgerð verður fjallað um endurkomuferli afbrotamanna þegar þeir ljúka afplánun og halda út í samfélagið á ný. Fjallað verður um helstu erfiðleika sem fyrrum fangar standa frammi fyrir við endurkomuna og þá aðstoð sem þeir þurfa á að halda. Áhersla verður lögð á fjölskyldur þessa afbrotamanna. Fjallað verður um stöðu þeirra á meðan fjölskyldumeðlimur þeirra afplánar og eftir að hann kemur út í samfélagið á ný. Rætt verður um hvaða áhrif fangelsisvistun og endurkomuferlið getur haft á fjölskyldurnar og einnig hvað þær geta verið dýrmætur stuðningur við afbrotamanninn sjálfan.
Erfiðleikar endurkomuferlisins geta verið margvíslegir, bæði fyrir afbrotamanninn og fjölskyldu hans. Fjárhagserfiðleikar, húsnæðisvandi, atvinnuvandi ásamt öðrum vandamálum geta steðjað að fjölskyldum sem gengið hafa í gegnum þá reynslu að fjölskyldumeðlimur þeirra hefur verið dæmdur til fangelsisvistunar. Fjölskyldutengsl geta orðið snúinn þáttur þegar kemur að fangelsisvistun fjölskyldumeðlims, slík tengsl geta dofnað eða jafnvel rofnað á þann hátt að ekki er hægt að endurvekja þau.
Niðurstöður ritgerðarinnar sýna fram á að sá stuðningur sem talinn er mikilvægastur fyrir fanga bæði á meðan á fangelsisvist stendur og eftir að henni lýkur er stuðningur fjölskyldunnar. Því er mikilvægt að styðja við fjölskyldur afbrotamanna til þess að þær séu í stakk búnar til þess að takast á við erfiðleika og hæfar til þess að styðja við fangann.

Samþykkt
10.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA ritgerð Guðlaug... .pdf639KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna