is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11642

Titill: 
  • Titill er á ítölsku La creazione del mondo felliniano: I primi passi di Federico Fellini come regista
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • „Fellini er fremur feitlaginn maður og þunglamalegur í hreyfingum dökkur að yfirbragði og þótt hann sé ekki beinlínis fríður stafar birtu af manninum, augun eru stór og dökk og djúp, gáfuð, og horfa inn í manneskjurnar að leita að gildi þeirra í djúpunum. Maðurinn er svo fullkomlega yfirlætislaus að það er eins og að koma inn á skósmíðaverkstæði til lífsspekings sem aldrei hefur hvarflað að sá hégómi að sækjast eftir mannvirðingum,“ skrifaði Thor Vilhjálmsson af sinni alkunnu snilld í grein sem byggði á heimsókn rithöfundarins á vinnustofu ítalska leikstjórans Federico Fellini árið 1956.1 Aðdáun og virðing Thors fyrir Fellini kemur skýrt fram í greininni, enda óhætt að fullyrða að Fellini hafi verið einn af dáðustu og áhrifamestu leikstjórum kvikmyndasögunnar. Fellini (1920-1993) hóf að vinna í kvikmyndaiðnaðinum snemma á fimmta áratug síðustu aldar, fyrst sem handritshöfundur og síðar sem leikstjóri. Fellini settist fyrst í leikstjórastólinn árið 1950 þegar hann leikstýrði kvikmyndinni Luci del varietà ásamt Alberto Lattuada, en fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrði einn síns liðs var Lo sceicco bianco árið 1952. Fellini fullkomnaði svo „þríleikinn“ með kvikmyndinni I vitelloni árið 1953. Fellini öðlaðist aftur á móti heimsfrægð með La strada árið 1954 og myndin hlaut meðal annars Óskarsverðlaun sem besta erlenda kvikmyndin, en Fellini hlotnaðist sá heiður fjórum sinnum. Í lok ferils síns, árið 1993, var Fellini ennfremur heiðraður af Óskars Akademíunni í Bandaríkjunum fyrir ævistarf sitt í þágu kvikmynda. Þá vann hann einnig til verðlauna á öðrum virtum kvikmyndahátíðum, eins og í Cannes í Frakklandi og í Feneyjum á Ítalíu. Fellini er líkast til frægastur fyrir fyrrnefnda La strada, auk meistaraverka á borð við Le notti di Cabiria, La doce vita og Amarcord. Í ritgerðinni er kastljósinu hins vegar fyrst og fremst varpað á fyrstu skref leikstjórans, sem hófust sem segir með „þríleiknum“ Luci del varietà, Lo sceicco bianco og I vitelloni. Megin ástæðan fyrir því vali er að rannsaka tilurð hinnar margrómuðu en dularfullu ævintýraveraldar Fellini, sem mótaðist og þróaðist einkum á fyrstu árum hans í leikstjórastólnum. Áhugi undirritaðs á ritgerðarefninu kviknaði við áhorf á myndina I vitelloni og verkefnavinnu í námskeiðinu Ítalskar kvikmyndir.

Samþykkt: 
  • 10.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11642


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ómar Þorgeirsson.pdf704.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna