is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11647

Titill: 
  • Vald þagnarinnar: kenningarlegt yfirlit um hinsegin fólk og hinsegin fræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í gegnum tíðina hefur þöggun og þögn einkennt líf hinsegin fólks og eðli málsins samkvæmt hefur það verið þeim þungbær reynsla. Á grundvelli kynhneigðar hefur hinsegin fólk upplifað ofbeldi og kúgun af hálfu valdastofna samfélagsins, sem hefur leitt til þess að margir óttast afleiðingar þess að afhjúpa kynhneigð sína. Samfélagið er byggt á valdskiptu tvíhyggjukerfi sem setur gagnkynhneigð ofar annarri kynhneigð. Í þessari ritgerð er fjallað um sögulega þróun mannréttinda hinsegin fólks og stöðu þess innan samfélagsins. Skoðuð er lagaleg þróun á Íslandi og því velt upp hvort lagalegar leiðréttingar á högum hinsegin fólks á Íslandi hafi leitt mannréttindabaráttu þeirra undir lok. Niðurstöður leiða í ljós að í samfélaginu ríkir kynhneigðarmisrétti sem birtist í skilningsleysi í garð hinsegin fólks. Þrátt fyrir lagalega leiðréttingu upplifir hinsegin fólk enn mikla fordóma og staða þeirra er enn ólík þeirra sem eru gagnkynhneigðir. Krafan um að útskýra og rökstyðja kynhneigð sína fyrir samfélaginu er dæmi um þetta. Sú krafa verður til vegna þess að samfélagið gerir ráð fyrir því að fólk sé gagnkynhneigt þangað til annað kemur í ljós.

Samþykkt: 
  • 10.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11647


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð pdf.pdf740.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna