ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11650

Titill

Formgerðarleg hluthyggja. Kenningin um stærðfræðilegan alheim í ljósi umræðunnar um formgerðarlega hluthyggju

Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Samkvæmt formgerðarlegri hluthyggju eru hin eiginlegu viðfangsefni vísindakenninga ekki einstakir hlutir heldur tengsl þeirra meintu hluta við umhverfi sitt. Það er því skoðun sumra að vísindalegri hluthyggju sé borgið þótt nýjar kenningar leysi gamlar af hólmi, formgerðin varðveitist við endurskoðun þrátt fyrir að nýja kenningin virðist fjalla um önnur fyrirbæri. Hér verður greint frá helstu straumum innan formgerðlegrar hluthyggju. Í síðari hluta ritgerðarinnar verður vikið að kenningu eðlisfræðingsins Max Tegmark um að ekkert sé til í strangasta skilningi nema stærðfræðilegar formgerðir og því velt upp hvernig hún svarar til umræðunnar á undan. Því er að lokum haldið fram að erfitt sé að gagnrýna kenninguna nema á þeim forsendum að forsendur hennar séu rangar, sér í lagi að hægt sé að setja fram lýsingu óháð sjónarhorni.

Samþykkt
10.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
[Vesteinn_Snaebjar... .pdf506KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna