ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11652

Titill

Markaðsvæðing lista: Íslenskir myndlistarmenn í „pytti kaupmennskunnar“ 1980–2008

Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Ritgerðin fjallar um áhrif ný-frjálshyggjuhugmynda og aukinnar markaðshyggju á viðhorf íslenskra myndlistarmanna frá upphafi 9. áratugar 20. aldar allt fram að efnahagshruninu árið 2008. Sýnt er fram á að listamenn mótuðu orðræðu sína eftir hugmyndum um frelsi frá afskiptum hins opinbera sem að þeirra mati hamlaði frjálsri listsköpun. Þessar hugmyndir féllu vel að orðræðu ný-frjálshyggjunnar. Listamenn voru fljótir að tileinka sér veislusiðina og urðu virkir þátttakendur í ímyndarsköpun ýmissa áberandi einkafyrirtækja. Fjallað er um mikilvæga listviðburði sem höfðu afgerandi áhrif á þróunina til markaðsvæðingar íslenska listheimsins og mörkuðu ákveðin tímamót. Árið 1983 voru stigin stór skref í þessa átt með innreið nýja málverksins. Er orðræða listamanna og gagnrýnenda könnuð í tengslum við hugmyndafræðina sem lá þar á bak við. Vikið er að hugmyndum fræðimanna um breytta hugmyndafræði á bak við listsköpun frá endalokum módernismans. Skoðað er hvernig markaðshyggjuþróunin stigmagnaðist þar sem hlutverk listamanna varð sífellt viðameira. Fjallað er um þátttöku listamanna í þeim yfirgengileika sem ríkti eftir aldamótin þar sem þeir aðlöguðu sína orðræðu og listframleiðslu eftir þörfum stórfyrirtækja. Að lokum eru eftirmál eftir efnahagshrunið athuguð og komið inn á framtíðarsýn listamanna við breyttar forsendur.

Samþykkt
10.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA 9 vi.pdf1,18MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna
Ba titilsíða ... .pdf56,5KBOpinn Titilsíða PDF Skoða/Opna