ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11653

Titill

Heimilislausar konur og skaðaminnkandi nálgun: þjónusta og úrræði við heimilislausar konur á Íslandi og hugmyndafræði skaðaminnkandi nálgunar

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Í þessari heimildaritgerð er fjallað um aðstæður og hagi heimilislausra á Íslandi með sérstakri áherslu á konur. Markmið ritgerðarinnar er að skyggnast inn í heim heimilislausra kvenna á Íslandi og skoða þau úrræði sem þeim standa til boða með skaðaminnkandi nálgun að leiðarljósi. Vímuefnaneysla og geðræn vandamál eru meðal megin orsaka heimilisleysis og sýna rannsóknir að munur er á hegðun og högum heimilislausra karla og kvenna. Hugmyndafræði skaðaminnkandi nálgunar miðar að því að draga úr þeim skaðlegu afleiðingum sem neysla vímuefna hefur á einstaklinginn og samfélagið í heild án þess að neyslu þeirra sé hætt. Aðgengi fíkla að hreinum sprautum og nálum miðar að því að draga úr smithættu þeirra á milli. Á Íslandi eru fjölbreytt úrræði fyrir heimilislausa en framan af voru þau aðeins ætluð körlum. Nýverið hafa verið sett á legg úrræði fyrir heimilislausar konur til að mynda næturathvarfið Konukot og stuðningsheimilið Mýrin. Starfa þau bæði með hugmyndafræði skaðaminnkandi nálgunnar að leiðarljósi. Helstu niðurstöður leiða í ljós að staða kynjanna virðist vera jafnari nú en áður og að unnið sé að úrbætum í þjónustu við heimilislausa á Íslandi.

Samþykkt
10.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Heimilislausar kon... .pdf461KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna