ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11660

Titill

Þróun sýningastjórnunar á Íslandi. Áhrif Hannesar Sigurðssonar

Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að sýna þá þróun sem orðið hefur á starfi sýningarstjóra seinustu áratugi og þau áhrif sem Hannes Sigurðsson (f. 1960), listfræðingur, hefur haft á þá þróun hér á landi. Form sýninga hefur breyst mikið þar sem sýningar eru ekki eingöngu settar upp í hefðbundnum sýningarýmum heldur eru þær nú jafnframt settar upp í óhefðbundnum rýmum og víða þar sem myndlist hefur aldrei áður verið sýnd eða virkjuð í samfélaginu. Að sama skapi hefur starf sýningarstjóra tekið breytingum þar sem þeir hafa í auknum mæli fært sig frá því að setja upp sýningar í sagnfræðilegu samhengi yfir í að skilgreina samtímalist út frá hugmyndalegum aðferðum. Aukin athygli hefur þá beinst að sýningarstjóranum og þeim hugmyndum sem hann byggir sýningar sínar á.
Hannes Sigurðsson hefur unnið mikið og öflugt starf sem sýningarstjóri þar sem hann hefur farið nýjar leiðir í sýningahaldi og kynningarstarfsemi og ögrað hefðbundnu formi sýninga. Hannes var einn fyrsti sjálfstætt starfandi sýningarstjórinn á Íslandi og er starf hans skoðað með tilliti til þeirra breytinga sem orðið hafa á starfi sýningarstjóra og þeim nýjungum sem hann kom með inn í íslenskt listsýningahald. Dæmi eru tekin um nokkrar sýningar sem Hannes stóð fyrir til að undirstrika þann fjölbreytileika sem átti sér stað í framsetningu myndistarsýnininga.

Samþykkt
10.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
AnnaMargretKristja... .pdf418KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna