is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1166

Titill: 
  • Sameinaðir stöndum vér : um sameiningu fámennra leikskóla og fámennra grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitað svara við rannsóknarspurningunni: Er vænlegur kostur að sameina fámenna leikskóla og fámenna grunnskóla í eina stofnun? Leitað verður svara við spurningunni út frá tveimur megin sjónarhornum, þ.e. annars vegar því sem kalla má ytri rök, en það eru þeir utanaðkomandi þættir sem stýra og hafa áhrif á skólastarf, og hins vegar því sem nefna má innri rök, en það eru þeir þættir í innra starfi þessara tveggja skólastiga, sem skipt geta máli varðandi svör við spurningunni. Undir ytri rök flokkast hér til að mynda lög, reglugerðir og námskrár, auk samfélagslegra aðstæðna og umhverfis skóla og rekstrarlegra þátta og sjónarmiða. Undir innri rök flokkast hins vegar eðli hins fámenna skóla, uppeldis- og kennslufræðilegar aðferðir, stefnur og straumar og síðast en ekki síst sú reynsla sem nú þegar er fyrir hendi af starfi með þeim hætti sem hér er verið að skoða.
    Kafli 1 er inngangur ritgerðarinnar, en þar er útskýrt hvers vegna ástæða þykir að leita svara við rannsóknarspurningunni. Þar gefur einnig að líta umfjöllun um uppbyggingu ritgerðarinnar, aðferð við heimildaöflun og fleiri nauðsynlegar forsendur. Kafli 2 og undirkaflar hans hafa að geyma umfjöllun um ytri rök þessa máls en kafli 3 og undirkaflar hans fjalla um innri rökin. Í kafla 4 gefur að líta samantekt þeirra skrifa sem á undan hafa farið og í kafla 5 er að finna helstu niðurstöður. Í kafla 6 er sett fram skólalíkan, sem ætlað er að henti fámennum skólasamfélögum. Kafli 7 er lokaorð, en þar er að finna örstutta samantekt efnis og endanleg svör við rannsóknarspurningunni.

Samþykkt: 
  • 1.1.2002
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1166


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
samein.pdf287.01 kBOpinnSameinaðir stöndum vér - heildPDFSkoða/Opna