ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Verkfræði- og náttúruvísindasvið>Rannsóknarverkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11677

Titlar
  • Haustfar og vorkoma íslenskra skógarþrasta Turdus iliacus coburni

  • en

    Migration phenology of Icelandic Redwings Turdus iliacus coburni

Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Tímasetning fars og fjöldaferill að vorlagi og haustlagi meðal íslenskra skógarþrasta voru skoðuð með hjálp staðlaðra merkingagagna frá Höfn í Hornafirði á árunum 2005-2010. Þá var aldurssamsetning í veiðum að haustlagi skoðuð á Höfn og í Reykjavík og einnig hvernig fuglarnir þyngdust yfir haustfarið í Reykjavík.
Tvenns konar mynstur kom fram á vorfari. Annars vegar komu fuglar jafnt og þétt yfir vorið og náði fjöldinn þá hámarki um 10. apríl. Hins vegar var um að ræða seina innkomu fugla (um 10. apríl) og í kjölfarið mikla fjölgun sem náði hámarki tíu dögum síðar og rénaði síðan á sama hraða. Líklegt er að veðurtengdir þættir komi við sögu.
Hautfarið var á hinn bóginn mjög breytilegt og illútskýranlegt. Mikil þörf er á betri upplýsingum sem geta gefið til kynna hvort veiðitölur að hausti endurspegli stofnvísitölu meðal skógarþrasta. Mikill munur reyndist á hlutfalli ungfugla á milli ára og gæti sá munur endurspeglað varpárangur sumarið á undan. Þó vakti athygli hversu breytilegt hlutfall ungfugla var innan hausttímabila. Þrestir þyngdust að meðaltali um 0,6g á dag yfir októbermánuð og fullorðnir fuglar voru þyngri en ungir yfir tímabilið.

Samþykkt
11.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Rannsóknarverkefni.pdf1,05MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna