is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11678

Titill: 
  • Næring sjúklinga með parkinsonsjúkdóm
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið: Að taka saman núverandi þekkingu og meðferðarúrræði varðandi næringu sem taka ætti tillit til, í meðhöndlun sjúklinga með parkinsonsjúkdóm og lýsa ráðleggingum í næringarmeðferð.
    Aðferð: Heimildaleit að meðferðarúrræðum og leiðbeiningum um næringu parkinson-sjúklinga úr ritrýndum greinum og erlendum ráðlegginum.
    Niðurstöður: Mat á næringarástandi er mikilvægt ásamt reglulegu eftirliti næringarráðgjafa vegna hættu á vannæringu og næringartengdum fylgikvillum sjúkdómsins (t.d. kyngingarvandamál). Orkubæta þarf fæði vannærða parkinsonsjúklinga þar sem orkuþörf er oftast meiri en inntaka sjúklinga. Vegna milliverkana milli próteins og parkinsonlyfja er ráðlagt að taka lyfin eina klukkustund fyrir eða eftir máltíð og dreifa próteinríkum máltíðum vel yfir daginn, einnig að fylgja próteinskertu fæði eða 0,8 g prótein á hvert kíló líkamsþyngdar. Þá er ráðlagt að neyta holls matarræðis, með sérstaka áherslu á fullnægjandi inntöku á trefjum, vökva og orkugefandi næringarefnum, vítamínum og steinefnum. Til að uppfylla örugglega þessa næringarefnaþörf er fæðubót ráðlögð í formi lýsis, kalks og fjölvítamíns. Stóra skammta af andoxunarefnum ætti að taka með varúð og í samráði við heilbrigðisstarfsmann (t.d. næringarráðgjafa). Næringarástand parkinsonsjúklinga versnar oftast með þróun sjúkdómsins og hætta á vannæringu eykst. Einnig ágerast oftast næringartengdir fylgikvillar.
    Ályktun: Næringartengdir fylgikvillar og vannæring er algeng hjá sjúklingum sem hafa parkinsonsjúkdóm, sem er hamlandi og skerða lífsgæði. Erfitt er að finna skýrar ráðleggingar vegna fárra klíníska rannsókna varðandi næringu og meðferðarúrræði. Þar sem næringarástand breytist við þróun sjúkdómsins, er mikilvægt að taka tillit til og uppfylla næringarþörf sjúklingsins, sem bætir þá lífsgæði hans.
    Lykilorð: Parkinsonsjúkdómur, næring, levodopa, næringarástand, næringarmeðferð.

Samþykkt: 
  • 11.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11678


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Næring sjúklinga með parkinsonsjúkdóm - Lilja Rut Traustadóttir.pdf405.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna