ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniListaháskóli Íslands>Hönnunar- og arkitektúrdeild>Lokaritgerðir (BA)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11682

Titill

Funksjónalismi í skipulagi á Íslandi

Skilað
Janúar 2012
Útdráttur

Á tímum funksjónalismans, í kringum 1930-1940, er Reykjavík rétt að byrja að vaxa sem borg. Fyrstu hverfin voru að taka á sig mynd og mikil uppbygging átti sér stað. Þetta tímabil er eitt það merkilegasta í sögu Íslendinga, því við byrjuðum að móta okkar eigin hefðir í byggingarlist. Þetta var ekki bara nýr stíll í byggingarlist heldur var þetta stefna með göfug markmið, hennar helsti boðskapur var að veita fólki heilsusamlegra og ódýrara húsnæði.
Hérna verður stiklað á stóru í aðdraganda funksjónalismans, bæði hér heima og erlendis, hans helstu frumkvöðlum, og áhrifin sem hún hafði víðsvegar um Evrópu.
Það myndaðist vísir að góðu skipulagi sem vel væri hægt að nýta enn í dag. Það var mikið lagt í að skapa umhverfið sem búið var í þannig að gott samfélag næði að myndast og að íbúum liði vel. Því er mjög ábótavant í dag að hugsa um heildarmyndina í skipulagi. Það er alltof algengt að stöku húsi sé raðað niður án þess að hugsað sé um samhengið. Skipulagið skiptir miklu máli því það hefur svo mikið að segja um gæði heildarmyndarinnar. Framtíðarhorfur Íslendinga í byggingarlist líta ekki vel út miðað við ástandið í dag. Húsnæði er lítið annað en markaðsvara sem reynt er að græða sem mest á. Og engu skeytt um gæði vörunnar. Mælikvarðinn á gæði virðist líka hafa breyst örlítið og í dag skiptir stærðin öllu máli.
Við virðumst hugsa sífellt meira um okkur sjálf og okkar eigin rými og gleymum að taka nánasta umhverfi til greina. Það var margt gott sem var gert hér á þessum tíma funksjónalismans sem vel væri hægt að nýta sem grunn að góðu skipulagi í dag.

Samþykkt
11.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerd.pdf1,21MBLokaður Heildartexti PDF