ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniListaháskóli Íslands>Hönnunar- og arkitektúrdeild>Lokaritgerðir (BA)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11688

Titill

Handtaskan : frá nauðsyn yfir í stöðutákn

Skilað
Janúar 2012
Útdráttur

Í ritgerð þessari er farið yfir uppruna og sögu handtöskunnar til að reyna að gera því skil hvernig hún varð að þeim ómissandi aukahlut og stöðutákni sem hún er í dag. Er saga hennar rakin aftur til fyrstu heimilda þess að maðurinn fór að nota poka og pyngjur til að bera eigur sínar í, yfir í vasapoka og svo þaðan yfir í handtöskur og hvernig breytingar á klæðaburði hafa haft áhrif á þessa þróun. Litið er á hvers vegna handtöskur urðu frekar fylgihlutur fyrir konur en karla og hvernig sú þróun hefur allar götur síðan varpað ákveðnum dulúðarblæ á handtöskur. Einnig er skoðað hvernig þróun handtöskunnar hefur samtvinnast breyttum lifnaðarháttum svo sem með tilkomu lestarkerfis og auknum ferðalögum. Hvernig þörf manneskjunar til að skilgreina þjóðfélagsstöðu sína hefur gert handtöskur að stöðutákni. Handtaskan er einnig skoðuð út frá sjónarhorni kvenréttindabaráttunnar sem ýmist leit á handtöskur sem táknræna birtingarmynd um kúgun kvenna eða tákn um frelsi. Þá eru þeim eiginleikum sem gera handtöskuna að góðri söluvöru gerð skil. Síðan er fyrirbærið ittaskan skoðað og reynt að átta sig á því hvers vegna konur eru tilbúnar að borga svimandi háar upphæðir og jafnvel selja sig í vændi til að eignast slíkar töskur.

Samþykkt
14.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerd.pdf1,43MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna