ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>Diplómaritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11695

Titill

Notkun sjúklingasýna í stað gæðamatssýna fyrir samanburðarmat á niðurstöðum lífefnarannsókna á klínískum lífefnafræðideildum

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Inngangur. Þjónusta rannsóknarstofa er mikilvægur hluti heilbrigðisþjónustunnar. Rannsóknarniðurstöður sem uppfylla gæðakröfur eru nauðsynlegar til að staðfesta klínískar greiningar, til að fylgjast með meðferð sjúklinga og sjúkdómum í samfélaginu. Rannsóknarstofur hafa ýmsar aðferðir til að tryggja sem réttastar niðurstöður og má þar nefna innra gæðaeftirlit og ytra gæðamat. Markmið verkefnisins var að kanna hvort hægt væri að nota sjúklingasýni að einhverju leyti í stað ytra gæðamats á sex rannsóknarstofum á Íslandi. Einnig var notkun innra gæðaeftirlits og ytra gæðamats könnuð á rannsóknarstofunum.
Aðferðir. Rannsóknin byggir á því að sömu safnsýni voru mæld á sex rannsóknarstofum á Íslandi samtímis. Notuð voru sjúklingasýni af Landspítalanum, þar sem búin voru til 55 safnsýni sem send voru á rannsóknarstofurnar sex. Sjö mæliefni voru skoðuð, þau eru: ASAT, bílírúbín, CRP, glúkósi, kalíum, kólesteról og kreatínín.
Niðurstöður. Skoðun á frávikum hverrar mælingar frá meðaltali mælinga leiddi í ljós að talsverður munur var á sumum rannsóknarstofum. Mælingum á glúkósa, kalíum, kólesteróil og kreatíníni bar vel saman milli rannsóknarstofanna. Meira frávik var milli mælinga á ASAT, bílírúbíni og CRP. Rannsóknarstofur B og F höfðu flestar mælingar utan settra gæðamarka en aðrar rannsóknarstofur voru nokkuð sambærilegar.
Ályktun. Helsta ályktun sem hægt er að draga af þessu verkefni er sú að hægt er að nota sjúklingasýni til samanburðar á milli rannsóknarstofa. Í nokkrum tilvikum er munur á milli mælinga rannsóknarstofa utan settra gæðamarka og það gæti mögulega haft áhrif á meðferð sjúklinga.

Samþykkt
14.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Gudjonsdottir, Jona.pdf2,75MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna