is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11714

Titill: 
  • Hlutverk og umfang sjúkraþjálfunar hjá íslenskum boltaíþróttafélögum
  • Titill er á ensku The role and scope of physiotherapy among Icelandic ball-sports clubs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Íþróttaiðkun er vinsæl leið til hreyfingar og heilsueflingar. Íþróttum fylgja þó oft líkamleg meiðsli sem geta haft mikil skerðandi áhrif á íþróttaiðkendur, liðið og aðstandendur. Sjúkraþjálfun hefur um ára raðir verið hluti af íþróttum, bæði sem meðferðar- og endurhæfingaraðild auk þess sem að sjúkraþjálfarar hafa komið að þjálfun íþróttamanna. Á Íslandi eru samtals um 35 þúsund iðkendur í þremur vinsælustu bolta-íþróttagreinunum; knattspyrnu, handknattleik og körfuknattleik. Meiðsli eru algeng meðal iðkenda þessara þriggja greina. Lítið hefur verið rannsakað varðandi umfang sjúkraþjálfunar hjá íþróttafélögum, hvorki erlendis né hér á landi. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hlutverk sjúkraþjálfara hjá íslenskum boltaíþróttafélögum og hvert magn og eðli þeirrar þjónustu er ásamt því að rannsaka mögulegan mun á þeirri þjónustu sem veitt er milli kynja, íþróttagreina og tveggja efstu deilda.
    Sendir voru út tveir sérhannaðir spurningalistar til íþróttafélaga sem voru með skráð lið til keppni í meistaraflokki karla og/eða kvenna í knattspyrnu, körfuknattleik og/eða handknattleik, í annarri af efstu tveimur deildum Íslandsmóts, á keppnistímabilinu sem lauk á árinu 2011. Svarhlutfall var 52,5% (21/40) meðal forsvarsmanna íþróttafélaga, og 37,7% (68/180) forsvarsmanna liða svöruðu spurningalistum. Við tölfræði úrvinnslu var notast við Cochran-Mantel-Haenszel próf þar sem notast var við gögn á raðkvarða sem ekki voru normal-dreifð. Helstu niðurstöður sýndu að 76% þeirra íþróttafélaga sem svöruðu sögðust vera með sjúkraþjálfara starfandi fyrir lið innan viðkomandi íþróttagreina. Rúmlega helmingur liða voru með sjúkraþjálfara á æfingum á keppnistímabilinu með mismikilli viðveru. Á keppnisleikjum voru sjúkraþjálfarar til staðar í 91,7% tilfella í handknattleik, 88,5% í knattspyrnu og 52,8% í körfuknattleik. Marktækur munur var á viðveru sjúkraþjálfara á keppnisleikjum milli íþróttagreina (p=0,04). Hins vegar var ekki marktækur munur á viðveru sjúkraþjálfara þegar borið var saman milli kynja eða deilda.

  • Útdráttur er á ensku

    Sports involvement and activity is a popular route taken towards increased levels of activity and general fitness. However, injury often follows as well as the associated detrimental impairments it may have on the athlete and team. For years physiotherapists have been a part of sports both in the therapeutic and rehabilitation aspect along with being involved in the training of athletes. In Iceland there are a combined around 35 thousand individuals practising football, handball and basketball, the three most popular ball sports. Injuries are common among athletes of these sports. Little research has been conducted on the scale/scope of physiotherapy to sports clubs, neither here in Iceland nor abroad. The goal of this research was to investigate the role, scale and nature of the service physiotherapists provide to Icelandic sports clubs, comparing potential differences between the sexes, the three different sports as well as the top two divisons.
    Two types of questionnaires specifically designed for this research were sent out to those sports clubs that had a mens and/or womens team assigned in either of the top two divisions in football, handball and/or basketball during the competitive season that ended in 2011. 52.5% (21/40) of sports club representatives and 37.7% (68/180) of team representatives answered their respective questionnaires. For statistical analysis the Cochran-Mantel-Haenszel test was used for data on an ordinal scale without normal distribution. Results showed that 76.0% of sports clubs had a physiotherapist working for an associated team in one of the three sports. Around half of individual teams reported having a physiotherapist present at practises during the competitive season with variable attendance. During competitive matches physiotherapists were present in 91.7% of cases in handball, 88.5% in football and 52.8% in basketball. Results also showed a significant difference in the attendance of a physiotherapist to the three different sports (p=0.04). A significant difference was not noted between men or women´s team nor between the top two divisions.

Samþykkt: 
  • 16.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11714


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hlutverk og umfang sjúkraþjálfunar hjá íslenskum boltaíþróttafélögum.pdf631.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna