is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11717

Titill: 
  • Þróun og prófun tölulegs líkans sem lýsir lyfjalosun úr sílikon matrixum
  • Titill er á ensku Development and testing of numerical model describing drug release from silicone matrices
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Notkun nákvæmra stærðfræðilegra líkana við að lýsa losun lyfjaefna úr lyfjaformum er skammt á veg komin þrátt fyrir að hagnýti þeirra sé ljóst. Líkönin gætu sparað mikinn tíma, kostnað og fyrirhöfn sem flygir venjubundnum losunar- og flæðiprófunum. Þau líkön sem hingað til hafa verið birt eiga það flest sameiginlegt að notast við ýmsar nálganir til að lýsa lyfjalosuninni auk þess sem verulegur skortur er á samanburði við raunveruleg gögn.
    Markmið þessa verkefnis var að steypa lagskiptar sílikonhimnur sem innihéldu lyf í mismunandi styrk. Losun úr himnunum var mæld í Franz-flæði-sellum en reynt var að stilla móttökufasa þeirra þannig að lyfið losnaði hratt út. Unnið var með niðurstöður í Matlab og losunarferlarnir bornir saman við niðurstöður úr tölulegu líkani. Athugað var hvaða áhrif mismunandi gildi á breytum líkansins hefðu og þannig reynt að besta losunarferlana.
    Verkefnið var unnið í samstarfi við Össur Hf þar sem öll sílikonvinnan fór fram. Niðurstöður þeirrar vinnu var að ekki tókst að steypa lagskiptar sílikonhimnur með lyfi nema styrkur þess væri mjög lágur. Aðrar sílikonhimnur, ekki lagskiptar voru notaðar í losunarprófanir. Niðurstöður úr þeim mælingum voru notaðar í samanburði við líkanið.
    Verkefnið var einnig unnið í samstarf Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands en þaðan kom stærðfræðilega líkanið sem unnið var með í Matlab. Erfiðlega tókst að fá líkanið til að líkja eftir gögnum úr eins-lags sílikonkerfum. Mjög hröð upphafslosun lyfsins úr himnunum leiddi til þess að ekki gekk að líkja eftir losuninni. Mjög vel tókst hinsvegar að líkja eftir losun úr tveggja-laga sílikonkerfum. Þar tókst að líkja eftir tilraunagögnum allan þann tíma sem rannsóknin stóð yfir.

  • Útdráttur er á ensku

    The use of sophisticated mathematical models to describe drug release from drug delivery devices is not well established despite obvious utility. Such models could save time, expenses and effort invested in traditional release testing. Most of the models that have appeared rely on approximation to describe the drug release as well as there is a significant lack of comparison with experimental data.
    The aim for this project was to make layered silicone matrices containing drug in different concentrations. Drug release from the matrices was measured using Franz-diffusion cells with receptor phase optimized to induce fast drug release. Result work was done by using Matlab and the release profiles were compared with results from the numerical model. By changing different parameters in the model it was investigated how they influence the model outcome and thus fitting with experimental data obtained.
    The project was done in collaboration with Össur Hf. All the silicone work was done at their facilities. Results of the silicone work were that it was not possible to make layered silicone matrices with drug except when the concentration is very low. Previously prepared single layered silicone matrices, were therefore used for the release studies. These results were used in comparison with the mathematical model.
    The project was also done in collaboration with the Faculty of Industrial Engineering, Mechanical Engineering and Computer Science at the University of Iceland where the mathematical model had been constructed. Due to fast initial release it was difficult to fit the model to results from one layer silicone matrices. However in the case of two-layered silicone matrices results were very positive. The model was able to closely simulate the experimental data throughout the whole trial period.

Samþykkt: 
  • 16.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11717


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elvar_Örn_Kr_með_viðauka.pdf3.45 MBLokaður til...16.05.2062HeildartextiPDF