ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11722

Titill

Skapgerð og líkamsrækt

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Athugað var hvort að persónuleiki hefði áhrif á val á líkamsrækt, hvort úthverfir velji frekar crossfit heldur en almenna líkamsrækt. Að auki var athugað hvort þeir sem stunda crossfit væru bjartsýnni en þeir sem stunda almenna líkamsrækt og loks hvort þeir sem stunda almenna líkamsrækt mælist hærra á taugaveiklunarkvarðanum en þeir sem stunda crossfit. Könnunin sem þátttakendur svöruðu samanstóð af persónuleikaprófinu NEO-FFI-R til að meta úthverfu og taugaveiklun, lífsviðhorfsprófinu LOT-R til að meta bjartsýni og bakgrunnsbreytum til að meta úrtak rannsóknarinnar. Þátttakendur æfa allir í Sporthúsinu og fengu þeir val um að fara með könnunina heim eða svara henni á staðnum. Meðalaldur þeirra var 21 ár. Niðurstöður sýndu að enginn persónuleikamunur var á milli hópanna, hvorki á úthverfukvarðanum né taugveiklunarkvarðanum. Hins vegar var munur á milli hópanna á lífsviðhorfsprófinu og voru crossfit iðkendur almennt bjartsýnni.

Samþykkt
16.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Anton Bjarnason.pdf249KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna