is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11737

Titill: 
  • Ímyndir í markaðsherferðinni Inspired by Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru kannaðar skoðanir mismunandi aðila á ímynd Íslands út frá markaðsherferðinni Inspired by Iceland (IBI). Hugarfar aðstandenda IBI gagnvart Íslandi, íbúum þess og markaðsátakinu verður athugað, ásamt því að rætt verður við ferðamenn og þeirra skoðanir svo bornar saman. Að lokum er sjónarhorn ferðamannsins borið saman við markaðsátakið og skoðanir aðstandenda. Þannig er reynt að endurspegla þá ímynd sem skapast hefur í huga neytandans og svo okkar Íslendinga gagnvart landinu sjálfu og persónueinkennum íbúa. Horft verður til þess ferlis sem mótar skoðanir og svo einnig til áhrifa skapaðrar ímyndar. Þar verður reynt að kafa ofan í hvað og hvernig ferðamaðurinn hugsar um það efni sem er notað til landkynningar. Hvort landkynningarefni lýsi landi og þjóð í raun eða sé litið þeim augum að það sé auglýst út frá ímyndum sem eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. Bæði ímyndarfræði mótuð útfrá staðarímyndum (TDI) og svo vörumerkjafræði (e. Branding) verða helst notuð til stuðnings við umræðuna. Reynt verður að kanna afhverju Ísland er fýsilegur áfangastaður og afhverju hann verður fyrir valinu hjá ferðamönnum. Ekki verður reynt að renna stoðum undir það hvort IBI stuðli að auknum áhuga meðal ferðamanna né heldur hvort markaðsátakið sjálft orsaki heimsóknir ferðamanna. Notað er gögn úr viðtölum sem framkvæmd voru í Reykjavík veturinn 2011-2012. Alls 7 einstaklingar, 4 aðstandendur og 3 ferðamenn, voru fengnir til að svara spurningum og svör þeirra síðan greind. Tenging markaðsátaksins og skapaðrar ímyndar þess var töluverð samanborið við mótaða ímynd ferðamannana.

Samþykkt: 
  • 18.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11737


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Úlfur_ritgerð.pdf359.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna