ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniListaháskóli Íslands>Hönnunar- og arkitektúrdeild>Lokaritgerðir (BA)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11742

Titill

Íslömsk mynstur : heilög hlutföll, endurtekningar og kerfi

Skilað
Janúar 2012
Útdráttur

Íslömsk mynstur eru byggð upp hlutfallslega. Uppbygging þeirra er háð reglum og ákveðins kerfis. Í þeim er ekkert tilviljanakennt. Í þessari ritgerð er ég að skoða hvaða reglur þetta eru og hvaða merking er sett í orðið heilög þegar talað er um heilaga hlutfallafræði (e. sacred geometry). Til að skilja betur þann jarðveg sem íslömsku mynstrin vaxa úr er talað um um Íslamstrú og Múslima í sögulegu samhengi. Einnig er farið yfir þær aðferðir sem notaðar voru á sjöundu öld til að gera mynstrin. Helstu marghyrningar sem íslömsku mynstrin byggja á eru svo skoðaðir.
Eftir að vera búin að skoða það kerfi sem íslömsku mynstrin byggjast á þá er hægt að setja þau í samhengi við verk núverandi hönnuða eins og Einars Þorsteins, Marian Bantjes eða Joseph Müller-Brockmann. Öll eru þau ólíkir hönnuðir en við nánari athugun er hægt að finna hjá þeim samnefnara.
Þá liggur beinast við að skoða kerfi í víðara samhengi. Hvernig kerfi og staðlar stjórna því hvernig við vinnum og hegðum okkur. Hvernig þekking okkar á þessum kerfum er mismunandi eftir því hvaða starfsstétt við tilheyrum.

Samþykkt
18.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerd.pdf2,07MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna