ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11749

Titill

Þróun skimunarlista fyrir líðan barna á samfelldum kvarða

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar var að athuga próffræðilega eiginleika fullyrðinga sem snúa að eðlilegri hegðun og líðan barna þar sem frávik frá eðlilegri hegðun og líðan kemur fram sem öfgagildi á samfellu. Fullyrðingarnar spurningarlistans voru 66 talsins og barst svörun frá 164 mæðrum barna á aldrinum 6 til 12 ára. Helmingur fullyrðinga stóðst viðmið um normaldreifða svörun. Flestar fullyrðnigar sem stóðust viðmið um normaldreifingu meta eðlilega tilfinninga- og fyrirhafnarstjórn en einnig normaldreifðust fullyrðingar um eðlilega hegðun og líðan þar sem öfgagildi mátu einkenni þunglyndis. Nokkuð skýr þáttabygging er að baki gögnunum og hlóðu atriðin sértækt á þrjá ólíka þætti. Á þátt eitt hlóðu atriði sem meta tilfinninga- og fyrirhafnar stjórn, á þátt tvö hlóðu atriði sem meta innri einkenni þunglyndis og á þátt þrjú hlóðu atriði sem meta ytri einkenni þunglyndis. Þættirnir stóðust allir viðmið um normaldreifingu og meðalhá fylgni var á milli þátta. Niðurstöður benda til þess að hægt sé að meta líðan barna með fullyrðingum um eðlilega líðan og hegðun og að tilfinninga- og fyrirhafnarstjórn tengist þunglyndi.

Samþykkt
21.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS_EinarBirgir.pdf862KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna