ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11750

Titill

Áhrif af notkun bara stuðningspúða á vöðvavirkni í herðum við tölvuvinnu

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Stoðkerfiseinkenni í baki, hálsi og efri útlimum eru ein aðalástæða veikinda, færniskerðingar og skertrar vinnufærni í hinum vestræna heimi. Þessi einkenni eru oft tengd við sérstakar atvinnugreinar sem fela í sér endurtekið álag, t.d. að vinna við tölvu.
Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna meðaltalsvöðvavirkni efri hluta sjalvöðva (e. upper trapezius muscle) og miðhluta axlarvöðva (e. middle deltoid muscle) við tölvuvinnu með og án stuðnings undir framhandleggi. Stuðningurinn undir framhandleggi var veittur af bara stuðningspúðanum.
Þátttakenda var aflað í Nýherja og Bæjarskrifstofum Hafnarfjarðar. Þátttakendur voru 16 konur á aldrinum 20-65 ára án langvinnra stoðkerfiseinkenna. Konurnar vinna allar við tölvu að minnsta kosti fjórar klukkustundir á dag. Þátttakendum var stillt upp í góða setstöðu áður en mælingar hófust.
Yfirborðsvöðvarafrit var notað til að mæla vöðvavirkni. Meðaltalsvöðvavirkni var mæld í efri hluta sjalvöðva og miðhluta axlarvöðva með og án bara stuðningspúðans meðan konurnar unnu verkefni í tölvu.
Niðurstöður sýndu fram á að ekki var marktækur munur á meðaltalsvöðvavirkni með og án bara stuðningspúðans í efri hluta sjalvöðva fyrir hægri (p = 0,117) eða vinstri hlið (p = 0,623). Marktækt minni meðaltalsvöðvavirkni mældist í miðhluta axlarvöðva með stuðningspúðann miðað við án hans fyrir hægri bæði (p = 0,012) og vinstri hlið (p = 0,047).
Hugsanlega hefðu þátttakendur þurft meiri leiðbeiningar og æfingu í að nota púðann áður til að geta slakað á sjalvöðvanum en erfitt er að draga ályktun um það vegna þess hve fáir þátttakendur voru í rannsókninni.

Samþykkt
21.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS ritgerð.pdf1,12MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna