is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11752

Titill: 
  • Myndbreyttar fyrirsætur í fjölmiðlum og líkamsmynd kvenna: Athugun á áhrifum viðvarana á myndbreyttum auglýsingum
  • Titill er á ensku Digitally altered models in the media and women's body image: Examining the impact of warning labels on digitally altered images
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í rannsókninni eru athuguð áhrif viðvörunarmerkja á myndbreyttum auglýsingum á líkamsmynd kvenna og áhrifamátt auglýsinga. Þátttakendum (N = 72) var skipt í þrjá hópa. Hópur 1 mat auglýsingar með fyrirsætum sem ekki var búið að myndbreyta, hópur 2 mat auglýsingar með myndbreyttum fyrirsætum og hópur 3 mat auglýsingar með myndbreyttum fyrirsætum og viðvörunarmerki um að búið væri að breyta útliti fyrirsætunnar. Óánægja með líkamsvöxt var mæld ásamt innfæringu samfélagsstaðla um líkamsvöxt, líkamsþyngdarstuðli (LÞS) og áhrifamætti auglýsinganna. Því var spáð að (1) auglýsingar með fyrirsætum sem búið er að myndbreyta leiði til minni óánægju með líkamsvöxt ef þær bera viðvörunarmerki og (2) að auglýsingar með myndbreyttu útliti fyrirsæta leiði til meiri óánægju með líkamsvöxt en sömu auglýsingar fyrir myndbreytingu. Hvorug þessara tilgáta hlaut stuðning. Því var einnig spáð að (3) áhrifamáttur auglýsinga minnki ekki við það að bæta við viðvörun um myndbreytingu og (4) að áhrifamáttur auglýsinga aukist ekki við það að myndbreyta útliti fyrirsætu. Báðar þessar tilgátur hlutu stuðning. Áhrifamáttur auglýsinganna minnkaði við myndbreytingu, bæði með og án viðvörunar. Niðurstöður benda til þess að myndbreytingar séu óþarfar, en sé kosið að nota þær í auglýsingum mun viðvörunarmerki um myndbreytinguna ekki draga úr áhrifamætti þeirra.

Samþykkt: 
  • 21.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11752


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ása Björk Valdimarsdóttir-Bs ritgerð.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna