ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniListaháskóli Íslands>Sviðslistadeild>Lokaritgerðir (BA)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11765

Titill

Gagnabankar og vopnabúr

Skilað
Febrúar 2012
Útdráttur

Oft hef ég heyrt sagt að það að búa til leiksýningu sé eins og að fæða barn. Það er svakalega erfitt, mjög sársaukafullt og oft svolítið sóðalegt, en þegar það kemur í heiminn gleymirðu öllu öðru og elskar það útaf lífinu. Sama hversu ófullkomið það kann að vera. Svo þarf líka fleiri en bara einn til að búa til leiksýningu, rétt eins og börnin. Nú hef ég samfeðrað tvær leiksýningar með bekkjarsystkinum mínum í Nemendaleikhúsinu og er reynslunni svo sannarlega ríkari. Því var það gullið tækifæri að geta rýnt ofan í verkin á ný, nú þegar aðeins meiri tími er liðinn, og nálgast þau á aðeins yfirvegaðri, og vissulega fjarlægari, máta en fyrir nokkrum mánuðum. Þessi ritgerð er ætlað að gera samanburður á þessum uppfærslum og rýna í hver raunverulegur munur þeirra var. Ég reikna ekki með að komast að neinum stórum nýjum sannleika en mögulega dýpka skilning minn á því sem fram fór svo sá lærdómur sem ég dró af þessu ferli fari alveg örugglega ekki til spillis. Eins vona ég að þessi ritgerð geti mögulega gagnast einhverjum sem vill skoða vinnuferli þessara sýninga í framtíðinni, sérstaklega núna þegar hið hefðbundna Nemendaleikhús er liðið undir lok. Þá verður þessi ritgerð minnisvarði, vonandi einn af mörgum, um þetta fáránlega, dásamlega, hræðilega, unaðslega ferðalag sem þessi lokaáfangi míns náms hefur verið.

Samþykkt
22.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerd.pdf148KBLokaður Heildartexti PDF