ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11769

Titill

Stöndum saman: Eineltisforvarnir. Beinar áhorfsmælingar í grunnskóla í Reykjavík

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Einelti er vaxandi vandamál í skólum bæði hér á landi og erlendis. Hér er sagt frá aðferðum sem byggja á hagnýtri atferlisgreiningu sem eru notaðar í forvörnum gegn einelti í grunnskólum. Verkefnið „Stöndum saman“ er forvörn gegn einelti í heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun (School Wide Positive Behavior Support, SW-PBS). Þar er lögð áhersla á að styrkja ekki eineltishegðun með því að veita henni ekki athygli. Rannsóknin fór fram í grunnskóla í Reykjavík og voru þar tveir nemendur valdir sem áttu við hegðunarvanda að stríða. Beinar áhorfsmælingar voru teknar í hádegistíma eða í frímínútum nemendanna. Mælingar fóru fram á almennum svæðum skólans en þar er minna um eftirlit starfsmanna en í kennslustofum. Í rannsókninni var notast við AB einliðasnið. Þar mældi rannsakandi ofbeldi þátttakenda og síðan viðbrögð þolenda og áhorfenda við ofbeldinu. Þessi rannsókn er hluti af lokaverkefni cand.psych. nema í sálfræði við Háskóla Íslands á árangri Stöndum saman í PBS í þremur grunnskólum í Reykjavík. Mælingar fóru fram bæði fyrir innleiðingu verkefnisins Stöndum saman í PBS skólanum (A) og síðan eftir að innleiðingu kerfisins hófst (B). Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að innleiðing Stöndum saman í PBS hafði í för með sér að vandamálahegðun þátttakenda dróst saman. Þolendur og áhorfendur sýndu einnig minna af óviðeigandi hegðun við vandamálahegðuninni og meira af viðeigandi hegðun. Einnig er rætt um takmarkanir rannsóknarinnar og hvað hefði betur mátt fara.

Samþykkt
22.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS. Stöndum saman. Eineltisforvarnir 2012.pdf477KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna