ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11776

Titill

Tengsl stjórnunar við niðurskurð fyrirtækja og starfsþrot starfsmanna

Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Ýmsir þættir eru taldir geta leitt til starfsþrots (burnout) meðal starfsmanna á vinnumarkaði. Þar má til dæmis nefna stjórnunarstíl yfirmanna og niðurskurð innan fyrirtækja og stofnana. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna (a) tengsl niðurskurðar og starfsþrots, (b) tengsl stjórnunarstíls og starfsþrots, (c) tengsl stjórnunarstíls og niðurskurðar og (d) hvort stjórnunarstíll hafi miðlandi áhrif á tengsl niðurskurðar við starfsþrot. Starfsmönnum fyrirtækja og stofnana var sendur tölvupóstur og þeir beðnir að svara spurningarlistum, 348 þátttakendur svöruðu listunum. Niðurstöður sýndu að niðurskurður spáir fyrir um starfsþrot, að aðgerðarlaus stjórnun (passive leadership) eykur líkur á starfsþroti en náðarstjórnun (charismatic) og framkvæmdarstjórnun (transactional) draga úr líkum á starfsþroti. Stjórnunarstíll spáir einnig fyrir um niðurskurð innan fyrirtækja, niðurskurður er meiri í fyrirtækjum aðgerðarlausra stjórnenda en minni hjá náðar- og framkvæmdarstjórnendum. Að lokum sýndu niðurstöðurnar að niðurskurður jók líkur á starfsþroti hjá starfsmönnum aðgerðarlauss stjórnanda en ekki hjá hinum tveimur. Niðurstöðurnar ítreka mikilvægi stjórnunar á erfiðum tímum í rekstri fyrirtækja.

Samþykkt
23.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
LOKAVERKEFNIÐpdf.pdf461KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna