is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11782

Titill: 
  • Segið mér dætur mínar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til B.F.A. gráðu í leiklist við Listaháskóla Íslands. Hér verður leitast við að skoða staðlaðar kvenpersónur sem eiga rætur að rekja til endurreisnarinnar og upphafs kristninnar, meyna og skassið. Þessar persónur eru skoðaðar í tveimur leikverkum sem skrifuð eru af tveimur breskum körlum, öðrum á sautjándu öld og hinum á þeirri tuttugustu og fyrstu. Verkin eru Lér konungur eftir William Shakespeare og Jarðskjálftar í London eftir Mike Bartlett. Ég rek margskonar líkindi með þessum verkum en þó mun mesta áherslan vera á hlutverk og persónur kvenna. Þannig verður leitast við að skoða hvort réttindabarátta kvenna og upplýstara samfélag hafi skilað sér í breyttum kvenhlutverkum á leiksviðinu – hvort og hvernig ungt, breskt leikskáld nú á dögum lítur öðruvísi á hlutverk kvenna í leikverkum sínum en kynbróðir hans á 17 öld.
    Grein Catherine S. Cox, “An Excellent Thing in Woman”: Virgo and Viragos in
    “King Lear”, var helsta heimildin við gerð þessarar ritsmíðar ásamt greinunum The Absent Mother in King Lear og Lear and his Daughters, sú fyrrnefnda eftir Coppélia Khan og sú síðarnefnda eftir Charles Hanly. Minna hefur verið skrifað um nýútgefið leikrit Bartletts, Jarðskjálfta í London, en Lé konung og því var ekki við annað að notast þar en handritið sjálft og hugarflugið.
    Athugun leiðir í ljós að Mike Bartlett virðist vísvitandi sækja innblástur í Lé og
    þannig velur hann sér hefðina sem sterkan ramma utan um frásögn sína af dætrum
    vísindamannsins Róberts í London. Dæmigerðu kvenrullurnar tvær loða þannig einnig við
    hans verk þó stelpurnar leiki lausari hala en hjá starfsbróður hans, William Shakespeare

Samþykkt: 
  • 23.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11782


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf138 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna