is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11786

Titill: 
  • "Ég á Ísafjörð og Ísafjörður á mig." Staðartengsl og staðarsjálfsemd í samhengi við búsetuval
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fjöldi rannsókna hefur verið gerður á orsökum mikilla búferlaflutninga til suðvesturhornsins. Þessar rannsóknir hafa sýnt að fólk sækist eftir ákveðnum búsetuskilyrðum sem það telur sig finna á höfuðborgarsvæðinu. Lítið hefur hins vegar verið rannsakað af hverju fólk flytur ekki frá smærri byggðum og sömuleiðis af hverju fólk flytur til byggðarlaga utan suðvesturhornsins.
    Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka einmitt þessa þætti með því að skoða staðartengsl og staðarsjálfsemd meðal núverandi og fyrrverandi íbúa á Ísafirði. Ísafjörður varð fyrir valinu meðal annars vegna langrar búsetusögu staðarins og vegna persónulegra tengsla höfundar við staðinn. Fyrst og fremst er byggt á erlendum rannsóknum og kenningum. Þessar kenningar hafa ekki verið notaðar áður við rannsóknir á byggðaþróun á Íslandi.
    Rannsóknaraðferðin var eigindleg og byggir á viðtölum og myndum frá þrettán einstaklingum sem eru búsettir eða hafa verið búsettir á Ísafirði. Viðmælendum var ennfremur skipt upp í hópa eftir því hvort þeir væru fæddir og uppaldir á Ísafirði eða aðfluttir.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að viðmælendur hafa fremur svipuð staðartengsl en hins vegar er staðarsjálfsemd sterkari meðal heimamanna og brottfluttra en aðfluttra. Nokkur munur er á við hvað viðmælendur tengja sig þar sem heimamenn eru líklegri til að tengja sig við náttúruna á meðan aðfluttir eru líklegri til að tengja sig við samfélagið. Niðurstöðurnar sýna að íbúar mynda sterk tengsl við Ísafjörð. Rannsóknin veitir innsýn í nýja tegund búseturannsókna á Íslandi og veitir dýpri innsýn í upplifun íbúa í litlum bæ af tengslum sínum við staðinn en fyrri rannsóknir á Íslandi hafa gert.

  • Útdráttur er á ensku

    Many research projects in Iceland have focused on the causes for the constant migration from the countryside to the capital area. These studies have shown that people seem to be seeking out certain aspects of living that they can obtain easier in the capital area, but little research has been done on why people do not move from the smaller settlements and also why people migrate out of the city.
    This research is intended to look at precisely those aspects by researching place attachment and place identity among current and previous inhabitants of Ísafjörður. This site was chosen because of its long history, but also because of the personal relationship the author has to the place. The research is primarily based on research conducted outside of Iceland, as these theories have not been researched in Iceland before.
    The research is based on qualitative research methods, but interviews were conducted with thirteen individuals that either currently live in Ísafjörður or have lived there before and live somewhere else today. They were also asked to take pictures of what they thought symbolized their relationship to Ísafjörður. Interviewees were split up in groups depending on whether they were born and raised in Ísafjörður or had moved there as adults.
    The findings show that interviewees show similar place attachments, but those who were born and raised in Ísafjörður have stronger place identity. There is some difference in what interviewees relate to in Ísafjörður. Those who are born and raised are more likely to relate to nature while those who have moved to Ísafjörður are more likely to relate to the community. Findings show that people seem to feel strong place attachment to Ísafjörður. This research gives an insight into a new way of researching migration in Iceland, and provides a deeper understanding of the way small town inhabitants feel about their attachment to places than previous research in Iceland has.

Styrktaraðili: 
  • Vaxtarsamningur Vestfjarða
Samþykkt: 
  • 23.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11786


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokalokaskjal.pdf3.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna