ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Verkfræði- og náttúruvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11787

Titill

Farfuglaheimilin í Reykjavík: Markaðsgreining

Skilað
Apríl 2012
Útdráttur

Ferðaþjónusta er vaxandi iðnaður og ferðamönnum sem heimsækja Ísland fjölgar stöðugt ár frá ári. Gistiaðstaða er óaðskiljanlegur þáttur í ferðamennsku og því njóta gististaðir á Íslandi góðs af þessari aukningu, sérstaklega gististaðir í Reykjavík, þar sem nánast óhjákvæmilegt er að fara um höfuðborgina í ferð til landsins.
Bandalag íslenskra farfugla rekur tvö farfuglaheimili í Reykjavík. Farfuglar á Íslandi eru hluti af alþjóðlegu farfuglahreyfingunni, en Farfuglaheimili á hennar vegum er að finna um heim allan. Þar til nýlega voru Farfuglar einir um hostelrekstur á höfuðborgarsvæðinu, en nýlega hefur meiri samkeppni myndast með tilkomu tveggja hostela og aukinni ásókn hótela á lággjaldamarkaðinn.
Markmiðið með þessari ritgerð er að greina markaðsumhverfi Farfuglaheimilanna í Reykjavík og komast að því hvar tækifærin liggja. Til að ná þessum markmiðum verða Farfuglaheimilin skoðuð út frá ferðamálafræði og markaðsfræði. Ferðamálafræðin skoðar það umhverfi sem farfuglaheimilin eru sprottin upp úr og greinir þær formgerðir ferðamanna sem sækja í þau, en aðferðir markaðsfræðinnar verða notaðar til að greina markaðsstöðu Farfuglaheimilanna.

Samþykkt
23.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BScRB.PDF1MBLæst til  23.5.2042 Heildartexti PDF