is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11795

Titill: 
  • Gangi þér rosalega vel, *flaut*, Macbeth. Hjátrú og hindurvitni leikara á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari 12 eininga BA ritgerð í þjóðfræði er fjallað um hjátrú meðal íslenskra leikara og hugað að merkingu hennar. Einnig er athugað hvaða tilgang hjátrúin hefur fyrir leikarastéttina og að hve miklu leyti hjátrú leikara má teljast hefð heldur en trú.
    Byrjað er á því að skilgreina hópa og jaðarástand (e. liminality) og hvaða hópar eiga hjátrú sameiginlega með leikurum. Þeir hópar eru m.a. sjómenn, námsmenn, íþróttafólk og flugstarfsmenn. Í næsta kafla er fjallað um hjátrú í erlendum leikhúsheimi og þekktustu dæmi hjátrúar innan hans. Stærsti hluti ritgerðarinnar er nýttur í að skoða hvaða hjátrú er að finna hjá leikurum á Íslandi, hvort að það sé þörf fyrir hjátrú í íslenskum leikhúsheimi og hvaða álit íslenskir leikarar hafa á hjátrú innan starfsgreinarinnar.
    Helstu niðurstöður eru þær að hjátrú hjá íslenskum leikurum er til staðar þó að sumir leikarar vilji ekki viðurkenna það. Hjátrúin er lærð erlendis frá og hefur borist hingað með þeim sem lærðu þar, þá aðallega í Bretlandi þar sem hjátrúin er rík. Þó að íslenskir leikarar taki hjátrúna ekki alvarlega þá bera þeir virðingu fyrir henni og eru sammála um að það eigi að varðveita hana. Þó eru íslenskir leikarar farnir að skilgreina hjátrúna sem hefð sem þeir leita til fyrir sýningar frekar en einhvers konar hindurvitni.

Samþykkt: 
  • 24.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11795


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokalokalokaritgerð.pdf582.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna