ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniListaháskóli Íslands>Hönnunar- og arkitektúrdeild>Lokaritgerðir (BA)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11801

Titill

Sameiginleg skynjun undirmeðvitundar

Skilað
Janúar 2012
Útdráttur

Markmið þessarar ritgerðar er að tengja saman þrennskonar fræði sem heilla mig á persónulegu stigi sem og listrænu. Í stuttu máli mun ég fjalla um undirmeðvitundina og myndmál sem telst sameiginlegt með mannkyni. Þetta myndmál er ekki bara sprottið uppfrá einni vissri menningu eða hugarfari heldur er einmitt talið eiga sér rætur í undirmeðvitundinni. Þær fræðigreinar sem ég hyggst tengja saman eru rannsóknir svissneska sálfræðingsins Carl Gustav Jung ( 1875 – 1961 ) ásamt útskýringum Joseph Campbell ( 1904 – 1987 ) á goðsögulegu myndmáli. Að lokum sýni ég fram á hvernig heilög geómetría tengist þessu myndmáli. Í fyrri helming ritgerðar verður skýrt frá svokölluðum erkitýpum. þessar erkitýpur eru fyrirbæri sem Carl Jung rannsakaði og þróaði aðferðafræði útfrá þeim varðandi sálgreiningu á einstaklingum. Bæði fer ég yfir þessar kenningar hans og einnig aðferðafræði og sýni fram á tengingu þeirra við almenna sálfræði. Í seinni hluta fer ég nánar í myndmál sem nýtir sér þekkingu okkar á undirmeðvitundinni og þessum erkitýpum, eða í stuttu máli hvernig myndmál er notað til að miðla þessari hugmyndafræði. Meginmál skiptist því í þrjá kafla; erkitýpur Jung og tenging þeirra við sálfræði. Erkitýpurnar í myndmáli og goðsögulegu formi en þar tek ég sérstaklega fyrir kjarnann í algengum goðsögum. Því næst tengi ég heilaga geómetríu við ofangreint myndmál. Í niðurlagi fer ég yfir minn eigin skilning á efninu.

Samþykkt
24.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerd.pdf949KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna