is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11804

Titill: 
  • Sýniljóð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ljóð eru eitt elsta form bókmennta og eiga sér langa sögu. Hér verður litið til komu ljóða á hið sjónræna svið. Þegar ég rakst á hugtakið sýniljóð fannst mér það einstaklega lýsandi fyrir mín eigin verk. Ég var að semja ljóð sem höfðu myndræna framsetningu. Út frá því fór ég að kanna sögu sýniljóða og komst að því að hefðir í ljóðlist hafa haldið frekar föstum rótum. Konkret ljóð og myndljóð hafa þó notið einhverrar eftirtektar á sviði sýniljóða en á heildina litið hafa ljóð lítið ferðast frá því að vera letur á blaði. Listahópar eins og Fluxus komu þó með ýmsar skemmtilegar útfærslur á ljóðum og skoðuðu þau út frá fjölmörgum sjónarhornum. Hins vegar hefur öll slík tilraunasemi ávallt fallið í skugga hefðbundnari ljóða.
    Í grafískri hönnun er leitast eftir því að sameina myndmál og texta á fallegan hátt. Í gegn um þessa rannsókn fann ég að allt sem tengdist sjónrænum tilraunum með ljóð færði mig nær og nær mínu fagi, grafískri hönnun. Þegar ég vann mín eigin verk taldi ég mig vera að gera ljóð, en verkin áttu í raun meira skylt við grafíska hönnun heldur en nokkuð sem hafði viðgengist innan ljóðlistar. Í raun eru ljóð lítið annað en leikur að tungumáli og slík meðferð tungumáls er algeng í grafískri hönnun. Því eru sýniljóð í eðli sínu raunverulega grafísk hönnun. En sýniljóð eru einnig ljóð. Svo virðist sem ljóðskáldin hafi þó ekki kannað alla þá sjónrænu möguleika sem sýniljóð bjóða upp á. Jafnframt hafa grafískir hönnuðir ef til vill ekki gert sér grein fyrir því ljóðræna gildi sem verk þeirra kunna að hafa.

Samþykkt: 
  • 24.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11804


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf510.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna