is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11810

Titill: 
  • „Stelpurnar sjá um þetta.“ Samskipti hjúkrunarfræðinga og lækna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Stéttir hjúkrunarfræðinga og lækna hafa djúpar kynjaðar rætur sem hafa áhrif á samskipti og samstarf þeirra á milli. Rætur hjúkrunar eru á sviði einkalífsins, í fjölskyldum og á heimilum. Samhliða því að hjúkrun varð að starfsgrein, með tilkomu nútíma hjúkrunarfræði um miðja nítjándu öld, færðist hún frá sviði einkalífs yfir á svið þess opinbera sem var stjórnað af körlum. Læknisfræði, sem var hluti af opinbera sviði samfélagsins, mótaði að mestu þá þekkingu sem við byggjum nútíma heilbrigðisþjónustu á. Í þessu verkefni var leitast við að varpa ljósi á það hvernig sögulegar rætur hafa staðið valdeflingu hjúkrunarfræðinga fyrir þrifum. Við greiningu á gögnum var byggt á femínískum kenningum og hugtakinu kyngervi var beitt við greiningu gagna.
    Samstarf og samvinna stéttanna er nauðsynleg til þess að skjólstæðingar þeirra hljóti bestu mögulegu þjónustu. Samstarf sem byggir á jafnræðisgrundvelli en ekki stigveldi skilar sér í aukinni starfsánægju og betri þjónustu. Hjúkrunarfræðingar og læknar búa yfir ólíkri þekkingu og virðing stéttanna hvor fyrir annarri leyfir þeirri þekkingu að njóta sín á meðan þekkingarleysi á samstarfsstéttum hamlar því.
    Til þess að unnt verði að vinda ofan af því valdamisvægi sem hjúkrunarfræðingar finna fyrir í samskiptum sínum við lækna er mikilvægt að skilja sögulegar rætur valdatengslanna.

Samþykkt: 
  • 25.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11810


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stelpurnar sjá um þetta.pdf377.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna