ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>Kandídatsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11816

Titill

Óhefðbundnar meðferðir á meðgöngu: Viðhorf og notkun meðal ljósmæðra í meðgönguvernd

Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Vísbendingar eru um aukna notkun óhefðbundinna meðferða svo sem nálastungumeðferðar, nudds og jóga hjá barnshafandi konum. Tilgangur þessarar eigindlegu rannsóknar var að skoða viðhorf og notkun á óhefðbundnum meðferðum meðal ljósmæðra í meðgönguvernd og kanna hvað þær ráðleggja skjólstæðingum sínum. Markmið rannsakanda var að öðlast dýpri skilning á hvernig ljósmæður í meðgönguvernd hafa aðlagast breyttum áherslum barnshafandi kvenna sem vilja í auknu mæli nota óhefðbundnar meðferðir á meðgöngu og í fæðingu.
Tekin voru einstaklingsviðtöl við fimm ljósmæður sem starfa við meðgönguvernd til að kanna viðhorf þeirra, notkun og ráðleggingar á óhefðbundunum meðferðum fyrir barnshafandi konur.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að viðhorf ljósmæðranna voru jákvæð, notkun og ráðleggingar á óhefðbundunum meðferðum var mikil og þeim fannst árangurinn almennt góður. Ólík viðhorf lækna í starfsumhverfi þeirra þótti ekki truflandi en alhliða einföldun í klínískum leiðbeiningum í meðgönguvernd fannst þeim neikvæð og hamlandi. Þær vildu allar sjá meiri notkun óhefðbundinna meðferða fyrir barnshafandi konur.
Meðganga felur í sér margþættar breytingar á andlegri og líkamlegri líðan kvenna. Samkvæmt rannsóknum sækir meirihluti barnshafandi kvenna í óhefðbundnar lækningar til að fyrirbyggja eða milda meðgöngutengda kvilla. Þekking og viðhorf ljósmæðra þurfa að þróast í takt við breyttar áherslur.
Lykilorð: óhefðbundnar meðferðir, meðganga, viðhorf, notkun, gagnsemi

Samþykkt
25.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Margrét Unnur óhef... .pdf438KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna