is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11816

Titill: 
  • Óhefðbundnar meðferðir á meðgöngu: Viðhorf og notkun meðal ljósmæðra í meðgönguvernd
Útdráttur: 
  • Vísbendingar eru um aukna notkun óhefðbundinna meðferða svo sem nálastungumeðferðar, nudds og jóga hjá barnshafandi konum. Tilgangur þessarar eigindlegu rannsóknar var að skoða viðhorf og notkun á óhefðbundnum meðferðum meðal ljósmæðra í meðgönguvernd og kanna hvað þær ráðleggja skjólstæðingum sínum. Markmið rannsakanda var að öðlast dýpri skilning á hvernig ljósmæður í meðgönguvernd hafa aðlagast breyttum áherslum barnshafandi kvenna sem vilja í auknu mæli nota óhefðbundnar meðferðir á meðgöngu og í fæðingu.
    Tekin voru einstaklingsviðtöl við fimm ljósmæður sem starfa við meðgönguvernd til að kanna viðhorf þeirra, notkun og ráðleggingar á óhefðbundunum meðferðum fyrir barnshafandi konur.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að viðhorf ljósmæðranna voru jákvæð, notkun og ráðleggingar á óhefðbundunum meðferðum var mikil og þeim fannst árangurinn almennt góður. Ólík viðhorf lækna í starfsumhverfi þeirra þótti ekki truflandi en alhliða einföldun í klínískum leiðbeiningum í meðgönguvernd fannst þeim neikvæð og hamlandi. Þær vildu allar sjá meiri notkun óhefðbundinna meðferða fyrir barnshafandi konur.
    Meðganga felur í sér margþættar breytingar á andlegri og líkamlegri líðan kvenna. Samkvæmt rannsóknum sækir meirihluti barnshafandi kvenna í óhefðbundnar lækningar til að fyrirbyggja eða milda meðgöngutengda kvilla. Þekking og viðhorf ljósmæðra þurfa að þróast í takt við breyttar áherslur.
    Lykilorð: óhefðbundnar meðferðir, meðganga, viðhorf, notkun, gagnsemi

Samþykkt: 
  • 25.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11816


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrét Unnur óhefðbundnar meðferðir.pdf428.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna