is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11818

Titill: 
  • „Syngjandi barn er hamingjusamt barn” : um íslenskt barnakórastarf og barnakóraefni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Að syngja í barnakór er reynsla sem einstaklingurinn býr að alla ævi. Margir
    Íslendingar hafa eflaust alist upp við söngkennslu í barnaskóla og jafnvel sungið í kór.
    Barnakórastarf snýst ekki einungis um söngkennslu heldur læra börnin meðal annars
    að umgangast aðra af virðingu, að vinna saman í hóp og að koma fram fyrir
    áhorfendur. Kórstjórar barnakóra vinna oft frábært starf af mikilli hugsjón.
    Elstu heimildir um íslenska barnakóra eru frá því í kringum aldamótin 1900 en
    saga þeirra hefur aldrei verið skráð. Upphafið að gerð ritgerðarinnar kom til vegna
    áhuga míns á barnakórstarfi í sögulegu samhengi og mikilvægi þess að sporna við því
    að þessi hlekkur í íslenskri tónlistar- og samfélagssögu myndi glatast. Við nánari
    skoðun á sagnfræðilegum heimildum vaknaði áhugi á að skoða það efni sem hefur
    verið gert sérstaklega fyrir barnakóra á Íslandi, auk efnis sem barnakórar hafa gefið út
    í formi hljóðrita. Samhengi var á milli hápunkta í sögu barnakóra og fjölda þeirra
    hljóðrita og nótnahefta sem gefin hafa verið út. Tíundi áratugurinn kom best út í
    öllum flokkum sem voru skoðaðir.
    Íslensk tónverk, sérstaklega ætluð barnakórum, eru ekki þau verk sem kórar fást
    mest við. Heldur eru sungnar útsetningar af vinsælum erlendum og íslenskum lögum.
    Með tilliti til hljóðritanna sem tekin voru til skoðunar og þau verk sem oftast voru
    flutt voru settar fram kenningar um það hvaða eiginleika gott barnakóralag þarf að
    hafa. Einfaldleiki er þar fremstur í flokki sem og gott vægi á milli radda. Nótnaútgáfa
    hefur verið takmörkuð síðast liðinn áratug og ný tónverk eiga það til að gleymast. Efla
    þarf íslensk tónskáld til þess að takast á við það verðuga verkefni að semja fyrir
    barnakór sem og að auka aðgengi kórstjóra að þeim verkum sem þegar eru til staðar.
    Með þessari ritgerð hefur verið gerð grunnrannsókn á málefnum íslenskra
    barnakóra. Er það von mín að hún opni dyr og veki áhuga til að halda áfram þeirri
    vinnu sem hér hefur verið hafin.

Samþykkt: 
  • 25.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11818


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf9.97 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna