is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11833

Titill: 
  • Hvernig borðar maður fíl? : Sjálfbærari heimur í höndum hönnuða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Frá iðnbyltingu hefur gengið viðstöðulaust á auðlindir jarðar. Tækniþróun er gífurlega hröð, afköst margfaldast sem hefur skilað sér í batnandi lífsgæðum. En ef við viljum tryggja komandi kynslóðum sambærileg lífskjör verðum við að breyta afstöðu okkar, gildismati og hvernig við nýtum auðlindirnar. Aðferðafræði hönnunar og þjálfun hönnuða og tækni til að finna nýjar og ferskar lausnir er nauðsynleg forsenda í átt að sjálfbærari heimi. Ábyrg framleiðslu- og efnisnotkun og kerfi sem stuðla að skynsamlegri nýtingu náttúrugæða eru lykillinn, því sýnt hefur verið fram á að allt að 80% neikvæðra umhverfisáhrifa megi laga á hönnunarstiginu. Tækifærin leynast víða, meðal annars hér á landi. Hér er orkan græn, boðleiðir stuttar og nýjungum vel tekið. Lausnirnar felast í nýjum leiðum, byggðum á þeirri þekkingu sem við búum yfir. Við berum hvert og eitt ábyrgð á að leggja okkar af mörkum til þess að snúa þróuninni við. Einn bita í einu, þannig borðar maður fíl.

Samþykkt: 
  • 25.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11833


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf507.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna