ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Verkfræði- og náttúruvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11838

Titlar
  • Setlög og sjávarstaða í lok ísaldar í Miðfirði við Bakkaflóa

  • en

    Sediments and sea level changes at the end of last ice age Miðfjörður in Bakkaflói

Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Setlög í Miðfirði í Bakkaflóa eru talin mynduð í lok síðasta jökulskeiðs fyrir um 12.700 til 9.700 árum. Á þeim tíma lágu skriðjöklar út firði og víkur en ystu annes t.d. Langanes voru íslaus. Þegar jökullinn hörfaði birtist nokkuð djúpur fjörður. Setlög mynduðust í Miðfirði af framburði jökulsins og leysingavatns. Sjávarstaða var breytileg eftir jökulmassanum sem lá á landinu á hverjum tíma. Niðurstaðan er sú að þarna skiptast á fín og gróf setlög og sýna þau að sjávarstaða hefur verið mismunandi á þeim tíma sem lögin voru að myndast. Út frá uppbyggingu setlaganna má sjá hvort jökullinn gekk fram eða hörfaði og einnig hvort svæðið var neðan sjávarborðs eða ofan. Kornastærð setlaganna vitnar um fjarlægðina frá jökulsporðinum þegar þau mynduðust, grófara efni sest til nær jökulsporði en það fínkornótta er fjær. Eins virðist jökullinn hafa gengið yfir það svæði sem rannsakað var, að minnsta kosti einu sinni utar í firðinum (snið 1), en tvisvar í innra sniðinu (snið 2). Í þessari ritgerð er reynt að rekja þá atburðarás sem leiddi til myndunar þessara setlaga.

Samþykkt
25.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Halldór Njálsson BS. ritgerð.pdf2,36MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna