ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11841

Titill

Tengsl ýfingar og skynjunar á tvíræðum áreitum

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Ýfingarhrif eru samhengisáhrif sem koma fram þegar verkefni er endurtekið. Úrvinnsla er þá hraðari og/eða krefst minni áreynslu en áður. Þegar horft er á tvírætt áreiti í langan tíma víxlast skynræn túlkun á því í sífellu. Ef horft er á það með hléum vekur það hinsvegar endurtekið sömu skynjun. Þetta gefur til kynna minnisspor sem geymir frumstæða eiginleika áreitisins. Rannsóknir hafa leitt í ljós að ýfing og minnisspor í skynjun tvíræðra áreita eiga ýmislegt sameiginlegt. Hugsanlegt er að þau byggi bæði á frumstæðu námskerfi sem hefur áhrif á athyglisstýringu. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl hrifanna. Sex þátttakendur leystu verkefni sem fólu í sér ýfingu og skynjun á tvíræðum áreitum. Áreiti í ýfingarverkefninu voru sex hnettir sem snerust um lóðréttan ás, markáreiti í aðra átt en truflarar. Skorið var ýmist ofan eða neðan af hverjum hnetti og þátttakendur svöruðu til um hvar skorið var af markáreitinu. Áreiti í hinu verkefninu var hnöttur með tvíræða snúningsátt. Þátttakendur svöruðu til um í hvaða átt þeim virtist hann snúast. Tilgátur rannsóknarinnar voru þrjár: 1) skynjun á tvíræðu áreiti tekur mið af tímanum sem síðasta skynjun fyrir hlé varði, 2) svartími í ýfingu lækkar þegar markáreiti hefur endurtekið sömu snúningsátt, 3) jákvæð fylgni er á milli hrifanna tveggja hjá hverjum þátttakanda. Tilgátur 1 og 2 stóðust en ekki tilgáta 3. Þó eru vísbendingar um að samband á milli hrifanna sé til staðar. Niðurstöðurnar benda til þess að ýfing og minnisspor í skynjun tvíræðra áreita spretti af sama kerfinu. Frekari rannsókna er þó þörf til að staðfesta það.

Samþykkt
29.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Tengsl yfingar og ... .pdf674KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna