ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Verkfræði- og náttúruvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11855

Titill

Smíði og prófun griphópasafns fyrir próteinvinnslu

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Transferrín er verðmætt prótein úr blóði. Í dag er vöntun á einfaldri en góðri framleiðsluaðferð þess. Griptækni er tækni til hreinvinnslu próteina og hefur verið nýtt í vaxandi mæli með sívaxandi vinnslu fjölda próteina. Griptækni býður oft upp á mikla einföldun í hreinvinnsluferli próteina og gerir þau þannig hagkvæmari, þar sem vinnsluskrefum hreinvinnsluferilsins fækkar. Í þessu verkefni var beitt slembismíðaraðferð til að hanna og smíða 40 líhermi griphópa. Griphæfni þeirra var prófuð með hreinum próteinlausnum af holo-transferríni og apo-transferríni. Gripefnasmíðin fór fram á föstum fasa (Sepharósa) og var notast við efnafræði eiginleika þríklóróþríazíns. Fyrir magngreiningu lausnanna var notast við tvennskonar mæliaðferðir, Bradford-aðferð og gleypni við 280 nm. Amínefni gripefnanna sem sýndu mestu bindigetu fyrir transferrín voru 4,4´-diaminobibenzyl (5A og 4B) og benzylamín (2A og 2B), en einnig sýndi 4-amino- benzamidín ágæta bindigetu. Almennt gilti að þau gripefni sem höfðu bindigetu fyrir holo-transferríni höfðu einnig bindigetu fyrir apo-transferríni. Að auki var bindigeta gripefnanna almennt betri við apo-transferrín heldur en við holo-transferrín.

Samþykkt
29.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Smíði og prófun gr... .pdf1MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna