ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11874

Titill

D-vítamín: Heilsuefling og hlutverk hjúkrunarfræðinga.

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Rannsóknir sýna skort á neyslu D-vítamíns og ógnar hann heilsu fjölda fólks. Landskönnun sýnir að Íslendingar fá ekki nægt D-vítamín. Tilgangur þessa fræðilega yfirlits er að kanna stöðu þekkingar um D-vítamín, afleiðingar skorts, leiðir til að tryggja fullnægjandi neyslu D-vítamíns og hlutverk hjúkrunarfræðinga því tengt. Heimilda var aflað í gagnagrunnum, opinberum skýrslum, stefnum og siðareglum. Rannsóknir benda ótvírætt á að vítamínið hefur áhrif á mörg líffærakerfi líkamans og dregur úr líkum á vöðvaslappleika, brotum vegna beinþynningar, myndunar beinkramar og beinmeyru. Helstu áhættuþættir fyrir D-vítamínskort eru búseta, aldur, húðgerð og matarvenjur. Afleiðingar skorts geta leitt til sjúkdóma á við krabbamein, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma.
Mikilvægt er að auka aðgengi almennings að áreiðanlegum upplýsingum um gildi D-vítamíns því þrátt fyrir fjölda rannsókna eru vísendingar um að almenningur nýti sér ekki þá þekkingu. Áríðandi er að efla fræðslu um nauðsyn vítamínsins bæði hjá almenningi og heilbrigðisstarfsfólki. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir á hvaða hátt hjúkrunarfræðingar mæta þessum heilbrigðisvanda. Hjúkrunarfræðingar eru í lykilstöðu til að mæta þessum vanda með markvissri heilsueflingu, forvörnum og fræðslu t.d. á vettvangi heilsugæslu, í ungbarnaeftirliti og í þjónustu við aðra aldurshópa. Mikilvægt er að efla kennslu heilbrigðisstarfsfólks um gildi D-vítamíns og marka stefnu um fræðslu og þjónustu á þessu sviði.
Lykilorð: D-vítamín, D-vítamínskortur, beinþynning, beinkröm, heilsuefling.

Samþykkt
30.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
D-vítamín og hlutv... .pdf450KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna