ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniListaháskóli Íslands>Hönnunar- og arkitektúrdeild>Lokaritgerðir (BA)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11882

Titill

Póstmódernismi : upphaf og áhrif á samtímahönnun

Skilað
Febrúar 2012
Útdráttur

Blómatíma póstmódernískrar hönnunar lauk fyrir meira en 20 árum en slíkt svigrúm hefur gert það að verkum að póstmódernísk hönnun er nú metin sem fersk sýn á listasöguna. Til þess að geta áttað sig almennilega á áhrifum póstmódernisma á hönnun skoða ég menningarástandið í heild sinni út frá kenningum heimspekingsins Jean-Francois Lyotard en hann leitaðist við í bók sinni Hið póstmóderníska ástand að skilgreina hugtakið póstmódernismi. Einnig fjalla ég um fjöldaframleiðslu í nútímasamfélagi og hvaða áhrif hún hefur haft á gildi hönnunar út frá kenningum Walter Benjamin sem hann birti í ritinu Listaverkið á tímum fjöldaframleiðslu sinnar. Í framhaldi af því mun ég greina frá birtingarmyndum póstmódernisma í hönnun, frá upphafinu og þeim hönnunarteymum sem mótað hafa póstmóderníska hönnun og sett svip sinn á stílinn eins og hann þekkist í dag. Að lokum mun ég greina frá því hvaða áhrif póstmódernismi hefur haft á samtímahönnun og viðtökum þeirrar hönnunar. Hefur samtímahönnun einhverja snertifleti við póstmóderníska hönnun? Er hægt að greina einhvern þráð á milli þessa tveggja tímabila og er eitthvað líkt með þeim? Ég leitast við að svara þessum spurningum með því að greina verk nokkurra vel þekktra samtímahönnuða með skírskotun í einkenni og hugtök póstmódernískrar hönnunar.

Samþykkt
31.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerd.pdf303KBLokaður Heildartexti PDF