ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11883

Titill

„Þá kyssti ég stelpu á munninn, í fyrsta sinn." Rannsókn á þróun og hlutverki Síldarævintýrisins á Siglufirði

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Ritgerðin fjallar um þróun bæjarhátíðarinnar Síldarævintýri á Siglufirði og hlutverk hennar fyrir þátttakendur og gesti hátíðarinnar. Hátíðin hefur verið haldin árlega í rúmlega tvo áratugi og er runnin af rótum sögu, minninga og hefða byggðalagsins. Hátíðin er í raun fyrsta bæjarhátíðin sem haldin var með slíku sniði en í dag eru haldnar bæjarhátíðir víða um landið og má því segja að Síldarævintýrið á Siglufirði hafi sannarlega rutt brautina.
Í rannsókninni er meðal annars gengið út frá nokkrum helstu kenningum og hugtökum fræðimanna um hátíðir, karnival og jaðartímabil og þau sett í samhengi við viðburði hátíðarinnar og upplifun þáttakenda. Með slíkt að markmiði er farið yfir meginþætti hátíðarinnar, rætur hennar, tilurð og tilgang ásamt þeim breytingum sem orðið hafa í gegnum lífsskeið hennar frá byrjun og gætu mögulega varpað ljósi á hlutverk hennar fyrir þátttakendur dagsins í dag.
Ritgerðinni er skipt í sex kafla og fjallar fyrsti kaflinn um fyrrnefnd hugtök og kenningar auk þess sem rannsóknin er kynnt. Í öðrum kafla má lesa um rætur og sögulegan bakgrunn hátíðarinnar en í þriðja kafla er rætt um hátíðina sjálfa og þátttakendur hennar en þar má einnig finna umfjöllun og tilvitnanir í viðtöl og aðrar heimildir sem safnað var í tilefni rannsóknarinnar. Í fjórða kafla er fjallað um hátíðina í ljósi kenninga en fimmti kafli inniheldur samantekt efnistaka og umræður um niðurstöður rannsóknarinnar. Lokaorð og niðurstöður eru að endingu birtar í sjötta og síðasta kafla ritgerðarinnar en þær benda til þess að hátíðin sé haldin á jaðartíma og marki því ákveðin tímamót auk þess að vera menningarlega sérstök fyrir þátttakendur. Hátíðin gefur þeim færi á að bregða sér frá hversdagslegu amstri og lyfta sér upp og má því sannarlega kalla hana hátíð fólksins.

Samþykkt
31.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Þá kyssti ég stelp... . 1.pdf2,19MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna